Trump áskilur sér rétt til að skipta sér af sakamálum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 15:45 Barr (t.h.) hefur sætt gagnrýni pólitískra andstæðinga fyrir að vera sérstaklega handgenginn Trump forseta. Ummæli hans í sjónvarpsviðtali þar sem hann virtist setja ofan í við forsetann komu því á óvart. Vísir/EPA Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Hvatning dómsmálaráðherra Bandaríkjanna til Donalds Trump forseta um hann hætti að tísta um dómsmálaráðuneytið virðist lítinn árangur hafa borið. Í tísti í morgun neitaði Trump því að hafa skipt sér af sakamálum en áskildi sér ótvíræðan rétt til þess. Mikil umræða hefur farið fram vestanhafs um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins eftir að það tók fram fyrir hendurnar á alríkissaksóknurum um refsikröfu yfir Roger Stone, persónulegum vini og ráðgjafa Trump forseta. Það gerði ráðuneytið nokkrum klukkustundum eftir að Trump tísti um hversu ósanngjarnt málið gegn Stone væri á þriðjudag. Allir fjórir saksóknararnir sögðu sig frá málinu í kjölfarið. Dómsmálaráðuneytið reyndi að fjarlægja sig tístum forsetans um mál Stone og fullyrti að ákvörðunin um að milda refsikröfuna í máli Stone hefði verið tekin áður en Trump tjáði sig um hana. Trump gróf fljótt undan því þegar hann tísti hamingjuóskum til William Barr, dómsmálaráðherra, fyrir að hafa „tekið við stjórn“ á málinu gegn Stone á miðvikudag. Barr, sem tók sjálfur ákvörðun um að milda refsikröfuna í máli Stone, storkaði Trump forseta óvænt í sjónvarpsviðtali í gær. Þar hvatti hann Trump til að hætta að tísta um sakamál og að hann myndi sem ráðherra ekki láta undan þrýstingi neins, hvorki forsetans né annarra. Tístin gerðu honum ómögulegt fyrir að sinna starfi hans. Lýsti dómsmálaráðherrann því einnig að hann gæti ekki hafið rannsókn á pólitískum andstæðingum forsetans að beiðni hans. Sjá einnig: Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Hvíta húsið sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Trump hafi ekki fundið að ummælum Barr sem hefði rétt til að tjá sig opinberlega. Forsetinn hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir að taka beinni eða dulinni gagnrýni þegjandi og hljóðalaust. Trump virðist þó ekki hafa tekið orð Barr til sín þar sem hann tísti enn um Barr og meðferð sakamála í morgun. Eignaði hann Barr fullyrðingu um að forsetinn hefði aldrei beðið hann um að gera nokkuð með sakamál. „Það þýðir ekki að ég hafi ekki, sem forseti, lagalegan rétt til að gera það, ég hef hann, en fram að þessu hef ég kosið að nýta hann ekki!“ tísti Trump í morgun. “The President has never asked me to do anything in a criminal case.” A.G. Barr This doesn't mean that I do not have, as President, the legal right to do so, I do, but I have so far chosen not to!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 14, 2020
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30 Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Ráðherra segir Trump gera honum starfið ómögulegt Óvænt gagnrýni dómsmálaráðherrans á Trump forseta fór ekki fyrir brjóstið á forsetanum, að sögn Hvíta hússins. 14. febrúar 2020 10:30
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56
Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. 12. febrúar 2020 22:30
Saksóknarar uggandi yfir pólitískum þrýstingi frá Trump Ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins um að taka fram fyrir hendurnar á saksóknurum í dómsmáli gegn vini Trump forseta dregur dilk á eftir sér. 13. febrúar 2020 11:00