„Eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 22:15 Hnullungar svo langt sem augað eygir á vellinum í dag. Helgi Dan Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan
Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira