Að vera eða vera ekki læs Arnór Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2020 08:00 Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er. Eins og góður kennari myndi segja er samt gott að lesa heima og kynna sér málefnið vel. Við viljum öll undirbúa börnin okkar vel fyrir lífið og þau verkefni sem bíða þeirra í nútíma samfélagi. Í aðalnámskrá grunnskóla er þetta orðað þannig að efla eigi vitund um lýðræði og jafnrétti, þroska gagnrýna hugsun og byggja upp hæfni nemandans í ólíkum greinum. Grunnskólar hafa mikið svigrúm til að útfæra almennar áherslur aðalnámskrár og gera það á margvíslega vegu með fjölbreyttu skólastarfi. Til að geta náð markmiðum aðalnámskrár og árangri í námi er þó lykilatriði að kunna að lesa. Hefðbundnu læsi er venjulega skipt í tvo meginþætti: tæknilega hlið lestrar (umskráningu) og lesskilning. Tæknileg hlið lestrar er metin með lesfimiprófum sem taka til sjálfvirkni lestrar og lestrarnákvæmni. Eftir því sem lesturinn verður sjálfvirkari eykst lestrarhraðinn, minni orka fer í umskráninguna og meira svigrúm gefst til að veita merkingu athygli og að þroska skilning á því sem lesið er. Markmið allrar þjálfunar, hvort sem er til að læra að hjóla, leika á hljóðfæri, ná valdi á bolta eða að lesa, er að ná tökum á grundvallarfærni og að geta beitt henni á sjálfvirkan hátt. Sjálfvirkur lestur eða lesfimi er lykillinn að lestrargaldrinum og forsenda þess að hægt sé að öðlast lesskilning og takast á við almennari markmið aðalnámskrár. Þess vegna vilja kennarar að allir nemendur nái tökum á sjálfvirkum lestri. Athuganir Menntamálastofnunar á tengslum lesfimi og lesskilnings sýna að mikil fylgni er þar á milli. Sömu vísbendingar má einnig finna í mælingum PISA 2018 á þessum þáttum. Allt ber þetta að sama brunni, sem sérfræðingar í lestri staðfesta einnig; lesfimi er ein meginforsenda lesskilnings. Ræða má hvort of mikið sé gert af því að leggja lesfimipróf fyrir þá sem þegar hafa náð tökum á lestri eða þá sem eiga við alvarlegan lestrarvanda að etja. Treysta verður faglegu mati kennara í slíkum tilvikum. Er menntandi áherslum námskrár með einhverjum hætti fórnað með þeirri áherslu sem nú er lögð á þjálfun í lesfimi? Það er afar ósennilegt. Einhverjar ástæður hljóta að vera fyrir því að kennarar kjósa að leggja lesfimipróf fyrir um 90% nemenda í íslenskum grunnskólum. Flestir kennarar nýta svo niðurstöðurnar til að laga lestrarnám að þörfum nemenda. Mikilvægt er að efla lestrarkennslu almennt svo að hún taki vel til allra þátta svo sem orðaforða og lesskilnings. Menntamálastofnun vill styðja sem best við faglegt starf kennara og hefur nú opnað vef, laesisvefurinn.is, þar sem settar eru fram gagnreyndar leiðbeiningar og upplýsingar um lestur. Hvet ég kennara og almenning til að lesa og kynna sér það margvíslega efni sem þar má finna. Höldum svo áfram upplýstri umræðu um hvað það þýðir að vera læs.Höfundur er forstjóri Menntamálastofnunar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun