Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Einar Kárason skrifar 16. febrúar 2020 19:15 Kristinn Guðmundsson í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða. „Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52 Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða. „Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52 Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15
Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52
Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49