Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Einar Kárason skrifar 16. febrúar 2020 19:15 Kristinn Guðmundsson í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða. „Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52 Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða. „Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52 Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15
Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52
Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49