Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með Einar Kárason skrifar 16. febrúar 2020 19:15 Kristinn Guðmundsson í leik fyrr í vetur. Vísir/Bára Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða. „Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52 Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða. „Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15 Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52 Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. febrúar 2020 19:15
Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca Cola-bikar karla í síðustu viku. 11. febrúar 2020 14:52
Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49