Missir Ajax sína helstu leikmenn í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2020 14:00 Talið er að Blind gæti verið á leið í Serie A eða aftur til Englands. Vísir/Getty Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar. Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Nú, rétt rúmu ári eftir að Ajax tapaði á dramatískan hátt gegn Tottenham Hotspur í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, virðist sem nær allir leikmenn félagsins sem byrjuðu síðari leik liðanna séu á förum.David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu. Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt yfirgáfu félagið síðasta sumar. De Jong fór til Barcelona og De Ligt fór til Juventus. Að þeim frátöldum þá hélt Ajax í aðra leikmenn allt þangað til nýverið þegar það var staðfest að Hakim Ziyech myndi ganga til liðs við Chelsea þegar yfirstandandi tímabili lýkur. Nú virðist sem fleiri leikmenn gætu fylgt fordæmi Ziyech. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari liðsins, ásamt þeim Marc Overmars og Edwin van der Sar hafi sannfært leikmennna um að vera áfram í eitt tímabil þar sem þeir gætu náð sama ef ekki betri árangri en þeir gerðu tímabilið áður. Ajax féll hins vegar úr leik eftir grátlegt 0-1 tap á heimavelli gegn Valencia í síðasta leik riðlakeppninnar. Þá gerði liðið 4-4 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í Lundúnum eftir að hafa verið 4-1 yfir þegar 35 mínútur voru til leiksloka. Í stöðunni 4-2 fékk Ajax tvö rauð spjöld með mínútu millibili en UEFA hefur gefið það út að dómari leiksins hafi gert mistök. Liðið er þó enn á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, með sex stiga forskot á AZ Alkmaar sem er í 2. sæti þegar 22 umferðum er lokið. Vildi félagið því ekki selja leikmenn í janúar og því fékk Chelsea ekki að kaupa Ziyech fyrr en eftir að glugganum var lokað. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið að átta leikmenn gætu yfirgefið Ajax næsta sumar. Þar ber helst að nefna miðjumanninn Donny van de Beek en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Hollands hefur verið orðaður við Real Madrid og Manchester United. Þá gæti hinn 30 ára gamli Daley Blind, sem snéri aftur í lið Ajax á dögunum eftir að hafa farið í hjartaaðgerð í desember, farið til Ítalíu eða aftur til Englands. Talið er að Mikael Arteta, þjálfari Arsenal, hafi áhuga á því að fá örvfættan miðvörð til liðsins og kemur Blind til greina en hann lék með Manchester United frá 2014-2018. Aðrir leikmenn sem nefndir hafa verið eru markvörðurinn Andre Onana, vinstri bakvörðurinn Nicolas Tagliafico, hægri bakverðirnir Noussair Mazraoui og Sergino Dest, miðvörðurinn Joel Veltman og að lokum miðjumaðurinn David Neres. Ajax mætir spænska liðinu Getafe í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 20. febrúar.
Evrópudeild UEFA Hollenski boltinn Tengdar fréttir Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19 Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Ajax staðfestir að Ziyech fari til Chelsea Hakim Ziyech gengur í raðir Chelsea frá Ajax eftir tímabilið. 13. febrúar 2020 12:19
Chelsea að landa Ziyech Chelsea mun hafa náð samkomulagi við Ajax um kaup á kantmanninum Hakim Ziyech sem félagið reyndi að fá þegar opið var fyrir félagaskipti í janúar. 12. febrúar 2020 20:30