„Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 11:08 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36
Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08