Seinni bylgjan: Jóhann Gunnar brast í söng þegar hann sjá mömmumyndirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 10:00 Hvítu Riddararnir með myndir af mömmum sínum í leiknum á móti Haukum. Mynd/S2 Sport Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur. „Þeir virðast reyndar ekki alveg kunna að skrifa mömmur, sem er eitthvað fyrir íslensku kennara að skoða. Þarna mættu þeir með sínar mömmur og stilltu þeim síðan upp,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni og um leið mátti sjá myndbrot af Hvítu Riddurunum með mömmumyndirnar sínar. „Hvað finnst ykkur um þetta?,“ spurði Henry Birgir sérfræðinga sína í þættinum. Jóhann Gunnar Einarsson brast þá í söng: „Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul bréf frá þér,“ söng Jóhann Gunnar og Logi Geirsson tók undir en þetta er að sjálfsögðu vel þekkt Skítamóralslag. „Þeir eru heldur betur búnir að vera í umræðunni. Ég veit ekki alveg hvað er satt í þessu FH máli þar sem allt sprakk upp,“ sagði Jóhann Gunnar en Henry Birgir vildi svör: „Gengu þeir of langt eða ekki?,“ spurði Henry Birgir. „Ég vinn mikið með unglingum og hef lúmskt gaman af þessu. Vissulega ekki einhverjum dónaskap. Ég fór að hugsa þetta. Ef ég hefði mætt á völl og einhver krakki væri með mynd af mömmu minni þá hefði það alveg verið óþægilegt. Þetta er ógeðslega sniðugt,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef þeir eru að kalla þær einhverjum ljótum nöfnum eða að gera grína af þeim þá er það ekki í lagi. Mér finnst þessar myndir mjög skemmtilegar. Mér finnst þetta bara krydda,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þetta er ekkert nýtt en þetta er rosalega þunn lína. Ég er búinn að heyra sögur héðan og þaðan. Þetta er ekkert stórmál. Fólk vill hafa ákveðinn klassa yfir þessu. Ég held að við séum alveg á sömu línu í þessu. Við fílum banterinn, lætin og stemmninguna en það verður að vera virðing í þessu líka,“ sagði Logi Geirsson. „Ég gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni,“ sagði Jóhann Gunnar en það má finna alla umræðuna um mömmumyndirnar í Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Eyjamenn hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og mömmu útspil stuðningsmanna félagsins í bikarleiknum á móti FH fór ekki alltof vel ofan í fólk. Strákarnir í Hvítu Riddurunum mættu til leiks með nýja taktík í leikinn á móti Haukum. Þeir héldu sig við mömmurnar en núna voru þeir komnir með sínar eigin mömmur. „Þeir virðast reyndar ekki alveg kunna að skrifa mömmur, sem er eitthvað fyrir íslensku kennara að skoða. Þarna mættu þeir með sínar mömmur og stilltu þeim síðan upp,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni og um leið mátti sjá myndbrot af Hvítu Riddurunum með mömmumyndirnar sínar. „Hvað finnst ykkur um þetta?,“ spurði Henry Birgir sérfræðinga sína í þættinum. Jóhann Gunnar Einarsson brast þá í söng: „Ég á gamlar myndir og geymi meira að segja nokkur gömul bréf frá þér,“ söng Jóhann Gunnar og Logi Geirsson tók undir en þetta er að sjálfsögðu vel þekkt Skítamóralslag. „Þeir eru heldur betur búnir að vera í umræðunni. Ég veit ekki alveg hvað er satt í þessu FH máli þar sem allt sprakk upp,“ sagði Jóhann Gunnar en Henry Birgir vildi svör: „Gengu þeir of langt eða ekki?,“ spurði Henry Birgir. „Ég vinn mikið með unglingum og hef lúmskt gaman af þessu. Vissulega ekki einhverjum dónaskap. Ég fór að hugsa þetta. Ef ég hefði mætt á völl og einhver krakki væri með mynd af mömmu minni þá hefði það alveg verið óþægilegt. Þetta er ógeðslega sniðugt,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef þeir eru að kalla þær einhverjum ljótum nöfnum eða að gera grína af þeim þá er það ekki í lagi. Mér finnst þessar myndir mjög skemmtilegar. Mér finnst þetta bara krydda,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þetta er ekkert nýtt en þetta er rosalega þunn lína. Ég er búinn að heyra sögur héðan og þaðan. Þetta er ekkert stórmál. Fólk vill hafa ákveðinn klassa yfir þessu. Ég held að við séum alveg á sömu línu í þessu. Við fílum banterinn, lætin og stemmninguna en það verður að vera virðing í þessu líka,“ sagði Logi Geirsson. „Ég gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni,“ sagði Jóhann Gunnar en það má finna alla umræðuna um mömmumyndirnar í Seinni bylgjunni í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Gæti ekki hugsað mér Olís deildina án þess að vera með Hvítu Riddarana í deildinni
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira