Handbolti

Valsmenn fara til Noregs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Aron Hostert og félagar í Val fara til Noregs í næstu umferð Áskorendabikars Evrópu.
Róbert Aron Hostert og félagar í Val fara til Noregs í næstu umferð Áskorendabikars Evrópu. vísir/vilhelm

Valur mætir Halden frá Noregi í 8-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handbolta. Dregið var í 8-liða úrslitin í dag.

Valur er búinn að slá Bregenz frá Austurríki og Beykoz frá Tyrklandi úr leik, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á heimavelli í Áskorendabikarnum á þessu tímabili.

Fyrri leikur Vals og Halden fer fram 21. eða 22. mars og sá síðari 28. eða 29. mars.

Halden hefur slegið Kauno Azuolas-TPU frá Litháen og Neva frá Rússlandi úr leik.

Valsmenn komust í undanúrslit Áskorendabikarsins fyrir þremur árum. Þar töpuðu þeir á umdeildan hátt fyrir Potaissa Turda frá Rúmeníu.

Potaissa Turda var í pottinum þegar dregið var í 8-liða úrslit í dag. Rúmenarnir mæta AEK Aþenu frá Grikklandi. Sigurvegarinn úr þeirri rimmu mætir sigurvegaranum úr einvígi Vals og Halden í undanúrslitum Áskorendabikarsins.



Halden endaði í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki í úrslitakeppnina. Liðið komst hins vegar í bikarúrslit þar sem það tapaði fyrir Elverum, 30-22.

Eftir 17 umferðir á þessu tímabili er Halden í 8. sæti norsku deildarinnar.

Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Vals, lék með Halden tímabilið 2016-17.


Tengdar fréttir

Valsmenn höndluðu mikla spennu í Tyrklandi

Valsmenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Áskorendakeppni karla í handbolta eftir að hafa slegið Beykoz út í Tyrklandi með tveimur eins marks sigrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×