Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 19:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll. Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum. Við sögðum í gær frá Eyþóri Inga fötluðum dreng sem var vísað úr skammtímavistun á Ísafirði með fimm daga fyrirvara síðasta sumar. Í úrskurði kom fram að Byggðasamlag Vestfjarðar hefði brotið á honum með margvíslegum hætti við ákvörðunina.Ættu að biðja afsökunar Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður drengsins gagnrýnir Byggðasamlagið. „Þarna var alls ekki farið rétt að og Eyþóri gefið tækifæri á að tryggja lífsgæði sín. Þetta er afar alvarlegt en réttindi fatlaðra eiga að vera á við réttindi annarra. Það er mikilvægt að sveitarfélög sem eru dæmd af úrskurðarnefnd velferðarmála við málsferðarreglur stjórnsýslulaga og hafa ekki sinnt mikilvægum þáttum eins og að svara slíkum úrskurði gefi fólk skýringar á meðferðinni og biðjist afsökunar á að hafa komið svona fram,“ segir Jón. Jón segir alltof algengt að sjá fatlaða verða fyrir brotum af hálfu stjórnvalda. „Því miður verð ég að segja að svona mál eru ekki einsdæmi. Fatlað fólk fær trekk í trekk aðra málsmeðferð en aðrir. Það er ekki gætt að viðeigandi aðlögun í málarekstri, fólk er ekki upplýst og andmælaréttur er ekki virtur,“ segir Jón.Harma málsmeðferðina Byggðasamlag Vestfjarða sendi fréttastofu tölvupóst í dag þar sem kemur fram að samlagið harmar að málsmeðferðin hafi ekki verið fullnægjandi umrætt sinn. Það unir úrskurðinum og mun breyta verkaferlunum sínum er varðar meðferð mála. Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs Inga segir brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi. Brotið á réttindum fatlaðra á hverjum degi Í gær kom fram að Eyþóri meinað um skólavist í Menntaskólanum á Ísafirði síðasta sumar vegna heildarhagsmuna skólans. Foreldrar drengsins kærðu þá ákvörðun. Lögmaður Eyþórs segir að menntaskólinn hafi brotið framhaldsskólalög með sinni ákvörðun. „Þessi ákvörðun gekk gegn framhaldsskólalögum um að það sé fræðsluskylda hér á landi fyrir ólögráða börn. Skólameistari Ísafjarðar tekur þessa ákvörðun á þeim grundvelli að verið sé að tryggja heildarhagsmuni skólans en samkvæmt reglugerðinni þá á þetta ákvæði við ef um heildarhagsmuni nemenda er að ræða. Þarna var ekki gætt að rannsóknarreglu og andmælareglu,“ segir Helga Baldvins Bjarkar lögmaður Eyþórs. „Það er brotið á réttindum fatlaðs fólks á hverjum degi á Íslandi. Það er komið fram við fatlað fólk sem annars flokks borgara. Þar leyfa stjórnvöld sér að hafa aðrar reglur um fatlaða en aðra borgara,“ segir Helga. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. Eyþór Ingi fær nýtt húsnæði í Bolungarvík Eyþóri Ingi fékk þó ánægjuleg tíðindi í dag þegar Bolungarvíkurkaupsstaður sýndi honum nýtt heimili sem var byggt fyrir hann eftir ákvörðun Ísafjarðarbæjar síðasta sumar og hann flytur brátt inní. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupsstaðar er afar ánægður með að það skuli vera hægt að bjóða þessa þjónustu í sveitarfélaginu. „Við fórum í mjög mikla vinnu í að setja af stað í að byggja húsnæði fyrir Eyþór Inga eftir ákvörðun Ísafjarðar síðasta sumar og erum afar ánægð með að geta boðið hana. Húsnæðið er glæsilegt og við teljum okkur vera að bjóða það besta sem hægt er að bjóða uppá hér á landi,“ segir Jón Páll.
Bolungarvík Heilbrigðismál Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira