Vilja fara ólíkar leiðir til þess að bæta kjör félagsmanna Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 20:58 Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“ Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Staðan í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar var til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag en ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst í dag. Sumir borgarfulltrúar minnihlutans tóku mjög virkan þátt í þeirri umræðu en athygli vakti að enginn borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók þar til máls. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, sagði stöðuna vera grafalvarlega í samtali við fréttastofu. „Við Sósíalistar óskum eftir umræðu um hvernig láglaunastefnan hefur áhrif á starfsmenn borgarinnar. Þetta er gríðarlega slítandi að þurfa hér mánuð eftir mánuð að þurfa að vera settur í þá stöðu að þurfa að komast af á lægstu launum sem duga engan veginn til þess að greiða reikninga, greiða leigu, framfleyta sér og sinni fjölskyldu.“ „Þetta er gjörsamlega óboðlegt og það er okkar að mæta láglaunafólki, hlusta á kröfur Eflingar, hlusta á raddir þessara einstaklinga sem eru núna að stíga fram, leggja niður störf og segja bara „Við getum þetta ekki lengur.“ Það er það sem ég var að kalla eftir á borgarstjórnarfundi núna. Að við myndum eiga virkt samtal um þetta og ég fékk ekki mörg svör,“ bætti Sanna við. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flokkinn frekar leggja áherslu á að lækka álögur á borgarbúa. „Við komum með þá ábendingu að borgin getur gert margt til að auka kaupmátt. Borgin tekur mjög mikið af laununum í skatt, tekur útsvar sem er hærra heldur í nágrannasveitarfélögunum og borgin getur gert miklu meira af því að vera með hagstætt húsnæði, það er að segja byggja á hagstæðum reitum og þetta höfum við lagt til ítrekað.“ „Við höfum líka bent á það að borgin getur stytt vinnuvikuna með því að vera ekki með svona miklar tafir í umferð. Þetta allt saman, lækka launaskatta, greiða fyrir umferð og vera í raun og veru ekki að taka svona mikið af fólkinu, það er okkar framlag. Borgin á að leggja minni byrgðar á fólkið.“
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16 Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Skorar á meirihlutann að standa við ákvæði meirihlutasáttmála um að leiðrétta laun kvennastétta Krafa Eflingar um leiðréttingu launa þeirra stétta sem nú eru í verkfalli vegna kjaradeilu við Reykjavíkurborg er eðlileg og það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að verða við þeim kröfum. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. 18. febrúar 2020 15:16
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01
Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. 18. febrúar 2020 11:28