Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 23:30 Michael Bloomberg hlýtur að vera ánægður með þessar fregnir. Vísir/Ap Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15
Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00