Segjast munu spara hálfan milljarð á ári með byggingu tólf milljarða húss Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 07:47 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira