Segjast munu spara hálfan milljarð á ári með byggingu tólf milljarða húss Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 07:47 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svikarar nýttu sér veikleika hjá Reiknistofu bankanna Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira
Reiknað er með að heildarkostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn verði 11,8 milljarðar króna. Bankaráð Landsbankans áætlar að spara um 500 milljónir króna á ári hverju vegna flutninganna en starfsemi verður flutt úr tólf húsum í miðborginni og felst sparnaðurinn að mestu í lækkun á húsaleigu og kostnaði við rekstur og viðhald húsnæðis. Þetta kemur fram í svari Landsbankans og fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Þórarinssyni á Alþingi. Þar kemur einnig fram að Landsbankinn muni nýta 60 prósent hússins og leigja eða selja 40 prósent, sem samsvara um 6.500 fermetrum. Kostnaðaráætlun vegna byggingar höfuðstöðvanna hefur hækkað úr um níu milljörðum króna og er nú 11,8 milljarðar, eins og áður segir. Að miklu leyti útskýrist það af því að vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um það sem nemur einum milljarði króna frá því fyrsta áætlunin var gert. Sömuleiðis útskýrist það að einhverju leiti af því að í sumar var tekin ákvörðun um að húsið yrði umhverfisvottað samkvæmt BREEAM-staðlinum fyrir vistvottun húsbygginga. Birgir spurði einnig út í starfsmannafjölda Landsbankans og hver þróunin hefði verið varðandi fjölda starfsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Í svari bankans segir að þann 1. janúar 2011 hafi stöðugildi Landsbankans á höfuðborgarsvæðinu verið 912. Í upphafi 2012 hafði þeim fjölgað í 1.042 og þá aðallega vegna sameininga við SpKef, SpFjármögnun og Avant. Þann 1. janúar 2019 voru stöðugildi 760 á höfuðborgarsvæðinu og þar af 670 sem gert er ráð fyrir að sameinist undir einu þaki í nýju húsi. „Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun starfsmannafjölda næstu árin en ljóst er að bankastörfum er að fækka,“ segir í svari Landsbankans. „Einn af meginkostunum við húsið sem verið er að reisa er að það býður upp á sveigjanleika í notkun þannig að bankinn getur ýmist nýtt stærri eða minni hluta þess.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verður um núverandi höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Reykjavík Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svikarar nýttu sér veikleika hjá Reiknistofu bankanna Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Sjá meira