Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 09:22 Caroline Flack fannst látin í íbúð sinni í London á laugardag. Vísir/getty Fjölskylda bresku sjónvarpskonunnar Caroline Flack, sem framdi sjálfsvíg um helgina, sendi í morgun frá sér Instagram-færslu sem Flack ritaði nokkrum dögum áður en hún lést en var ráðið frá að birta. Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. Flack var ein vinsælasta sjónvarpskona Bretlands og stýrði raunveruleikaþáttunum Love Island frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún sagði af sér eftir að hún var ákærð fyrir líkamsárás á kærasta sinn, Lewis Burton, fyrrverandi tennisleikara. Burton var sjálfur afar mótfallinn því að Flack yrði ákærð fyrir árásina. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Flack tjáir sig ítarlega um málið í áðurnefndri færslu, sem fjölskylda hennar lét birta í morgun í breska héraðsblaðinu Eastern Daily Press. Flack segist hafa sætt sig við „skömm og eitraðar skoðanir“ á lífi sínu í rúman áratug og talið sjálfri sér trú um að slíkt væri óhjákvæmilegur hluti starfsins sem hún hefði valið sér. „Vandinn við að sópa hlutum undir teppið er að þeir hverfa ekki og einn daginn mun einhver lyfta teppinu upp og þá mun skömm og ráðaleysi heltaka þig.“ View this post on Instagram A post shared by Caroline (@carolineflack) on Feb 13, 2020 at 2:13pm PST Þá lýsir Flack því að þann 12. desember í fyrra hafi hún verið handtekin fyrir líkamsárás gegn kærasta sínum. „Heimur minn og framtíð hrundi og allir veggirnir sem ég hafði reist utan um mig brotnuðu á innan við sólahring. Allt í einu er ég stödd á annars konar sviði og allir fylgjast með framvindunni,“ skrifar Flack. Þá kveðst hún aldrei hafa skorast undan ábyrgð á árásinni en henni var m.a. gefið að sök að hafa lamið kærasta sinn með lampa. Hið sanna í málinu sé þó að um slys hafi verið að ræða. „Ég hef verið í einhvers konar taugaáfalli í langan tíma. En ég er EKKI ofbeldismaður. Við rifumst og það varð slys. Slys. […] Ástæða þess að ég tjái mig í dag er sú að fjölskylda mín er að niðurlotum komin. Ég hef misst vinnuna. Heimili mitt. Málið. Og sannleikurinn hefur verið hrifsaður af mér og notaður sem skemmtiefni,“ skrifar Flack, sem biður fjölskyldu sína innilegrar afsökunar á málinu. „Ég er ekki með hugann við að endurheimta feril minn. Ég er að reyna að finna út úr því hvernig ég endurheimti líf mitt og fjölskyldu minnar. Ég get ekki sagt meira en það.“ Frá því að fregnir bárust af andláti Flack hafa spjótin helst beinst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárásina. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Flack var ætíð opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um hana. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Fjölskylda bresku sjónvarpskonunnar Caroline Flack, sem framdi sjálfsvíg um helgina, sendi í morgun frá sér Instagram-færslu sem Flack ritaði nokkrum dögum áður en hún lést en var ráðið frá að birta. Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. Flack var ein vinsælasta sjónvarpskona Bretlands og stýrði raunveruleikaþáttunum Love Island frá árinu 2015 og þar til í fyrra. Hún sagði af sér eftir að hún var ákærð fyrir líkamsárás á kærasta sinn, Lewis Burton, fyrrverandi tennisleikara. Burton var sjálfur afar mótfallinn því að Flack yrði ákærð fyrir árásina. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Flack tjáir sig ítarlega um málið í áðurnefndri færslu, sem fjölskylda hennar lét birta í morgun í breska héraðsblaðinu Eastern Daily Press. Flack segist hafa sætt sig við „skömm og eitraðar skoðanir“ á lífi sínu í rúman áratug og talið sjálfri sér trú um að slíkt væri óhjákvæmilegur hluti starfsins sem hún hefði valið sér. „Vandinn við að sópa hlutum undir teppið er að þeir hverfa ekki og einn daginn mun einhver lyfta teppinu upp og þá mun skömm og ráðaleysi heltaka þig.“ View this post on Instagram A post shared by Caroline (@carolineflack) on Feb 13, 2020 at 2:13pm PST Þá lýsir Flack því að þann 12. desember í fyrra hafi hún verið handtekin fyrir líkamsárás gegn kærasta sínum. „Heimur minn og framtíð hrundi og allir veggirnir sem ég hafði reist utan um mig brotnuðu á innan við sólahring. Allt í einu er ég stödd á annars konar sviði og allir fylgjast með framvindunni,“ skrifar Flack. Þá kveðst hún aldrei hafa skorast undan ábyrgð á árásinni en henni var m.a. gefið að sök að hafa lamið kærasta sinn með lampa. Hið sanna í málinu sé þó að um slys hafi verið að ræða. „Ég hef verið í einhvers konar taugaáfalli í langan tíma. En ég er EKKI ofbeldismaður. Við rifumst og það varð slys. Slys. […] Ástæða þess að ég tjái mig í dag er sú að fjölskylda mín er að niðurlotum komin. Ég hef misst vinnuna. Heimili mitt. Málið. Og sannleikurinn hefur verið hrifsaður af mér og notaður sem skemmtiefni,“ skrifar Flack, sem biður fjölskyldu sína innilegrar afsökunar á málinu. „Ég er ekki með hugann við að endurheimta feril minn. Ég er að reyna að finna út úr því hvernig ég endurheimti líf mitt og fjölskyldu minnar. Ég get ekki sagt meira en það.“ Frá því að fregnir bárust af andláti Flack hafa spjótin helst beinst að bresku slúðurpressunni, blöðum á borð við The Sun og The Daily Mail, sem fjölluðu mikið um einkalíf Flack og líkamsárásina. Réttarhöld í máli hennar áttu að fara fram innan nokkurra vikna. Flack var ætíð opinská um það hversu erfitt henni þótti að vera nánast stöðugt til umfjöllunar í slúðurpressunni og hversu takmörkuð virðing væri þar af leiðandi borin fyrir einkalífi hennar. Hinni miklu fjölmiðlaumfjöllun fylgdu síðan alls kyns athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem oftar en ekki var farið ófögrum orðum um hana. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57