Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 12:11 Kort sem sýnir landamæri Stærra Idaho. Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira