Þverpólitísk nálgun hinnar kröfuhörðu Amy Klobuchar sem ætlar í Hvíta húsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 10:00 Klobuchar umkringd stuðningsmönnum sínum eftir forvalið í New Hampshire í síðustu viku. vísir/getty Það styttist óðum í að forval Demókrata fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember nái hámarki sínu á svokölluðum Ofurþriðjudegi þann 3. mars þegar forval fer fram í fjórtán ríkjum. Nokkrir eru um hituna en eftir annars vegar forval í Iowa og hins vegar í New Hampshire er Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, efstur með 23 fulltrúa á landsþing Demókrata. Fast á hæla hans kemur öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 21 fulltrúa en á eftir þeim koma tvær konur, öldungadeildarþingmennirnir Elizabeth Warren (átta fulltrúar) og Amy Klobuchar (sjö fulltrúar). Sú fyrrnefnda myndi teljast þekktari en sú síðarnefnda en Klobuchar náði engu að síður þriðja sætinu í New Hampshire með 19,7 prósent atkvæða og rúmlega 30 þúsund fleiri atkvæði en Warren. Þessi árangur Klobuchar kom nokkuð á óvart en hver er þessi kona sem stal fyrirsögnunum í forvalinu í New Hampshire í síðustu viku? Miðjumanneskja í pólitík Amy Klobuchar er fædd í Plymouth í Minnesota árið 1960. Hún stundaði nám við Yale-háskóla og háskólann í Chicago þaðan sem hún lauk prófi í lögfræði árið 1985. Hún starfaði sem lögmaður frá útskrift og til ársins 1999 þegar hún varð saksóknari Hennepin-sýslu í Minnesota en sýslan er sú fjölmennasta í ríkinu. Því starfi gegndi Klobuchar þar til hún var kjörin í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 2006 fyrir Minnesota. Klobuchar er lýst sem miðjumanneskju í pólitík. Hún leggur áherslu á þverpólitíska sátt og beitir sér oftar en ekki fyrir málum sem bæði Demókratar og Repúblikanar styðja. Klobuchar hefur hlotið lof frá bæði flokksfélögum sínum og andstæðingum fyrir vinnu sína í öldungadeildinni og hefur henni tekist að koma tugum lagafrumvarpa í gegnum þingið. Í kosningabaráttu sinni í forvalinu hefur hún lagt áherslu á að hennar þverpólitíska nálgun á stjórnmál sé besti möguleiki Demókrata á að komast aftur til valda í Hvíta húsinu. Klobuchar sést hér við hlið Bernie Sanders í kappræðunum sem fóru fram fyrir forvalið í New Hampshire.vísir/getty Mjög vinsæl í Minnesota en sögð erfiður yfirmaður Klobuchar er mjög vinsæl meðal kjósenda í heimaríki sínu Minnesota en hún er þó ekki óumdeild. Þannig hefur hún verið sökuð um að leggja starfsfólk sitt í einelti og er hún sögð afar erfiður yfirmaður. Til marks um það voru starfsmannaskipti tíðust á skrifstofu Klobuchar í öldungadeildinni af öllum öldungadeildarþingmönnum á árunum 2001 til 2016. Í þessu samhengi hefur Klobuchar fúslega viðurkennt að vera kröfuhörð og hafa gengið of hart að fólki sem vinnur fyrir hana. Klobuchar vakti töluverða athygli þegar Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt sem hæstaréttardómara, kom fyrir öldungadeildina og gaf skýrslu vegna tilnefningarinnar. Þrjár konur höfðu stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýstu áttu það sammerkt að Kavanaugh átti að hafa verið mjög ölvaður þegar þau áttu sér stað. Við skýrslutökuna spurði Klobuchar Kavanaugh hvort hann hefði einhvern tímann orðið svo drukkinn að hann hefði ekki munað eftir sér (e. blackout). „Ég veit það ekki. Hefur það komið fyrir þig?“ spurði Kavanaugh. Klobuchar bað hann um að svara spurningunni en hann spurði hana aftur hvort þetta hefði komið fyrir hana. „Ég á ekki við drykkjuvandamál að stríða,“ svaraði Klobuchar og Kavanaugh svaraði því til að hann væri ekki heldur að glíma við slíkt vandamál. Nokkru áður en Klobuchar spurði Kavanaugh út í þetta hafði hún sagt frá föður sínum sem var alkóhólisti. Kavanaugh baðst síðar afsökunar á framkomu sinni. Kavanaugh asks Sen Klobuchar multiple times if she's had alcoholic blackouts. pic.twitter.com/3huBRb2JEo— Josh Marshall (@joshtpm) September 27, 2018 Áfengis- og vímuefnavandinn, geðheilbrigði og loftslagsmálin Að takast á við áfengis- og vímuefnavandann og bæta geðheilbrigðisþjónustu er eitt af þeim málum sem Klobuchar hefur sagt að hún muni setja í forgang nái hún kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Þá lagði hún áherslu á loftslagsmálin þegar hún tilkynnti um framboð sitt í forvali Demókrata. Hún vill til að mynda að Bandaríkin gangist aftur undir þær alþjóðlegu skuldbindingar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu og verði leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Klobuchar hefur síðan kynnt aðgerðaáætlun um það sem hún hyggst gera á fyrstu 100 dögunum ef hún verður kjörin forseti. Er þar meðal annars að finna loforð um að byggja aftur upp samband Bandaríkjanna við bandamenn sína, lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum, herða byssulöggjöfina og auka fjármagn í menntakerfinu. Hvort Klobuchar nái einhverju flugi í forvalinu og veiti þeim sem eru efstir nú, Sanders og Buttigieg, alvöru samkeppni um útnefningu Demókrata á eftir að koma í ljós. Enn eru þó litlar líkur taldar á því að hún verði forsetaefni Demókrataflokksins, að minnsta kosti ef marka má útreikninga vefsíðunnar FiveThirtyEight. Næsta forval fer fram í Nevada á laugardag en kappræður vegna forvalsins fóru fram í gærkvöldi. Byggt á umfjöllunum New York Times, ABC, Guardian, Vox, FiveThirtyEight og CNN. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18. febrúar 2020 23:30 Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Það styttist óðum í að forval Demókrata fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í Bandaríkjunum í nóvember nái hámarki sínu á svokölluðum Ofurþriðjudegi þann 3. mars þegar forval fer fram í fjórtán ríkjum. Nokkrir eru um hituna en eftir annars vegar forval í Iowa og hins vegar í New Hampshire er Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, efstur með 23 fulltrúa á landsþing Demókrata. Fast á hæla hans kemur öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders með 21 fulltrúa en á eftir þeim koma tvær konur, öldungadeildarþingmennirnir Elizabeth Warren (átta fulltrúar) og Amy Klobuchar (sjö fulltrúar). Sú fyrrnefnda myndi teljast þekktari en sú síðarnefnda en Klobuchar náði engu að síður þriðja sætinu í New Hampshire með 19,7 prósent atkvæða og rúmlega 30 þúsund fleiri atkvæði en Warren. Þessi árangur Klobuchar kom nokkuð á óvart en hver er þessi kona sem stal fyrirsögnunum í forvalinu í New Hampshire í síðustu viku? Miðjumanneskja í pólitík Amy Klobuchar er fædd í Plymouth í Minnesota árið 1960. Hún stundaði nám við Yale-háskóla og háskólann í Chicago þaðan sem hún lauk prófi í lögfræði árið 1985. Hún starfaði sem lögmaður frá útskrift og til ársins 1999 þegar hún varð saksóknari Hennepin-sýslu í Minnesota en sýslan er sú fjölmennasta í ríkinu. Því starfi gegndi Klobuchar þar til hún var kjörin í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 2006 fyrir Minnesota. Klobuchar er lýst sem miðjumanneskju í pólitík. Hún leggur áherslu á þverpólitíska sátt og beitir sér oftar en ekki fyrir málum sem bæði Demókratar og Repúblikanar styðja. Klobuchar hefur hlotið lof frá bæði flokksfélögum sínum og andstæðingum fyrir vinnu sína í öldungadeildinni og hefur henni tekist að koma tugum lagafrumvarpa í gegnum þingið. Í kosningabaráttu sinni í forvalinu hefur hún lagt áherslu á að hennar þverpólitíska nálgun á stjórnmál sé besti möguleiki Demókrata á að komast aftur til valda í Hvíta húsinu. Klobuchar sést hér við hlið Bernie Sanders í kappræðunum sem fóru fram fyrir forvalið í New Hampshire.vísir/getty Mjög vinsæl í Minnesota en sögð erfiður yfirmaður Klobuchar er mjög vinsæl meðal kjósenda í heimaríki sínu Minnesota en hún er þó ekki óumdeild. Þannig hefur hún verið sökuð um að leggja starfsfólk sitt í einelti og er hún sögð afar erfiður yfirmaður. Til marks um það voru starfsmannaskipti tíðust á skrifstofu Klobuchar í öldungadeildinni af öllum öldungadeildarþingmönnum á árunum 2001 til 2016. Í þessu samhengi hefur Klobuchar fúslega viðurkennt að vera kröfuhörð og hafa gengið of hart að fólki sem vinnur fyrir hana. Klobuchar vakti töluverða athygli þegar Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði tilnefnt sem hæstaréttardómara, kom fyrir öldungadeildina og gaf skýrslu vegna tilnefningarinnar. Þrjár konur höfðu stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýstu áttu það sammerkt að Kavanaugh átti að hafa verið mjög ölvaður þegar þau áttu sér stað. Við skýrslutökuna spurði Klobuchar Kavanaugh hvort hann hefði einhvern tímann orðið svo drukkinn að hann hefði ekki munað eftir sér (e. blackout). „Ég veit það ekki. Hefur það komið fyrir þig?“ spurði Kavanaugh. Klobuchar bað hann um að svara spurningunni en hann spurði hana aftur hvort þetta hefði komið fyrir hana. „Ég á ekki við drykkjuvandamál að stríða,“ svaraði Klobuchar og Kavanaugh svaraði því til að hann væri ekki heldur að glíma við slíkt vandamál. Nokkru áður en Klobuchar spurði Kavanaugh út í þetta hafði hún sagt frá föður sínum sem var alkóhólisti. Kavanaugh baðst síðar afsökunar á framkomu sinni. Kavanaugh asks Sen Klobuchar multiple times if she's had alcoholic blackouts. pic.twitter.com/3huBRb2JEo— Josh Marshall (@joshtpm) September 27, 2018 Áfengis- og vímuefnavandinn, geðheilbrigði og loftslagsmálin Að takast á við áfengis- og vímuefnavandann og bæta geðheilbrigðisþjónustu er eitt af þeim málum sem Klobuchar hefur sagt að hún muni setja í forgang nái hún kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Þá lagði hún áherslu á loftslagsmálin þegar hún tilkynnti um framboð sitt í forvali Demókrata. Hún vill til að mynda að Bandaríkin gangist aftur undir þær alþjóðlegu skuldbindingar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu og verði leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Klobuchar hefur síðan kynnt aðgerðaáætlun um það sem hún hyggst gera á fyrstu 100 dögunum ef hún verður kjörin forseti. Er þar meðal annars að finna loforð um að byggja aftur upp samband Bandaríkjanna við bandamenn sína, lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum, herða byssulöggjöfina og auka fjármagn í menntakerfinu. Hvort Klobuchar nái einhverju flugi í forvalinu og veiti þeim sem eru efstir nú, Sanders og Buttigieg, alvöru samkeppni um útnefningu Demókrata á eftir að koma í ljós. Enn eru þó litlar líkur taldar á því að hún verði forsetaefni Demókrataflokksins, að minnsta kosti ef marka má útreikninga vefsíðunnar FiveThirtyEight. Næsta forval fer fram í Nevada á laugardag en kappræður vegna forvalsins fóru fram í gærkvöldi. Byggt á umfjöllunum New York Times, ABC, Guardian, Vox, FiveThirtyEight og CNN.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18. febrúar 2020 23:30 Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. 18. febrúar 2020 23:30
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15
Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00