Gettu betur-liðar reittu Creed aðdáendur til reiði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2020 11:01 Scott Tapp, söngvari Creed. Vísir/Getty Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar. Fjölmiðlar Reykjavík Gettu betur Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum þegar spurt var um grísku eyjuna Krít í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. Þar áttust við Tækniskólinn og Borgarholtsskóli. Í spurningunni voru ýmsar staðreyndir um eyjuna Krít raktar, þar á meðal að hún væri þröskuldur Evrópu vegna þess að hún liggur við mörk Evrópu, Asíu og Afríku, og að hún deildi nafni með „einni verstu hljómsveit sögunnar“, Creed. „Versta hljómsveit sögunnar að mati…,“ sagði Ingileif Friðriksdóttir annar dómar keppninnar og greip hinn dómarinn, Vilhelm Anton Jónsson, inn í og kláraði setninguna með því að segja: „Allra“. Þetta féll hreint ekki í kramið hjá einhverjum áhorfendum keppninnar. Þar á meðal Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Þetta dæmi Villa Naglbíts að setja staðhæfingar sem eru hans eigin skoðanir í spurningar í Gettu betur er svo pirrandi og athyglissjúkt að ég get eiginlega ekki horft á þáttinn. #gettubetur— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) January 31, 2020 Í ljós kom að þar var Vilhelm Anton hafður fyrir rangri sök. Einn af spurningahöfundum keppninnar steig fram og gekkst við að hafa samið þessa spurningu. Sagðist hann styðjast við vísindaleg gögn þess efnis og vitnaði í könnun sem bandaríska tímaritið Rolling Stone gerði á meðal lesenda sinna. Lesendurnir völdu reyndar Creed ekki verstu hljómsveit sögunnar, heldur verstu hljómsveit tíunda áratugar síðustu aldar. Set engar staðhæfingar í spurningu án þess að hafa heimidir fyrir því https://t.co/n5MqbZCuTT— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 31, 2020 Spyrill keppninnar, Kristjana Arnardóttir, ákvað svo að taka af allan vafa um hennar skoðun á hjómsveitinni. Friðheimar eru bestir og Creed er drasl — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) January 31, 2020 Þessi staðhæfing um hljómsveitina í Gettu betur vakti nokkra reiði hjá Creed-aðdáendum á Íslandi. Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, harmaði orð Gettu betur-liða: Við Creed aðdáendur hörmum orð forystufólks Gettu betur um að Creed sé annaðhvort versta hljómsveit heims eða ekki góð hljómsveit. #Creedsamfélagið— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) January 31, 2020 Mosfellingurinn Ásgeir Jónsson játaði ást sína á sveitinni: Ef þú hefur ekki knee slide-að á þykku teppi í partíi í heimahúsi og sungið viðlagið í Arms wide open, þá hefurðu ekki lifað https://t.co/TpGxGfZrKO— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) February 1, 2020 Þá taldi Tómas Steindórsson sig eiga ýmislegt sökótt við Vilhelm Anton Jónsson en þarf víst víst að beina óánægju sinni að Sævari Helga. var villi naglbítur að segja creed væri lélegt band? jæja hnefatilboð 1 coming up á hann, heimsent að sjalfsögðu— Tómas (@tommisteindors) January 31, 2020 Hljómsveitin Creed var stofnuð í Tallahassee í Flórída-ríki Bandaríkjanna árið 1993. Á ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út fjórar plötur og selt yfir 53 milljónir eintaka á heimsvísu. Sveitin naut því mjög mikillar velgengni við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Gagnrýnendur hafa margir hverjir keppst við að tæta sveitina í sig og hefur hún áunnið sér nokkurt hatur meðal margra sem þola hreinlega ekki kraftballöðurnar þeirra og trúarlegar tengingar.
Fjölmiðlar Reykjavík Gettu betur Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira