Beint á ball í Njarðvík eftir bílslys á Njálsgötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 13:15 Magni Ásgeirsoni, Sævari Helgason, Heimir Eyvindarson, Þórir Gunnarsson og Stefán Ingimar Þórhallsson mynda Á móti sól. Á móti sól Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni. Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni.
Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira