Þóra Kristín segir ásakanir um kynbótastefnu Kára fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2020 10:31 Þóra Kristín segir steininn taka úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu. „Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“ Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50
Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06
Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46