Djokovic sá ekkert að því að slá á skó dómarans í miðjum úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:30 Novak Djokovic sló á fætur dómarans Damien Dumusois EPA-EFE/DAVE HUNT Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir. Tennis Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir.
Tennis Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Sjá meira