Þrjú hreindýr drápust í morgun er þau urðu fyrir bíl á Háreksstaðaleið á Austurlandi. Frá þessu er greint á vef Austurfréttar en tilkynnt var um málið skömmu fyrir hálfníu.
Áreksturinn varð á þjóðveginum skammt frá eyðibýlinu Háreksstöðum sem vegurinn er kenndur við. Ökumaðurinn slapp við meiðsli en bíllinn er óökufær að því er segir á vef Austurfréttar.
Starfsmenn Fljótsdalshéraðs komu á vettvang og hreinsuðu til eftir áreksturinn.
Hreindýr drápust í árekstri á Austurlandi
