Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 06:32 Vörður stendur vaktina við Sjúkrahús Margrétar prinsessu í Hong Kong, þar sem 39 ára karlmaður lést af völdum Wuhan-veirunnar. Vísir/EPA Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30
Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17
Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02
Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42