Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 07:21 Donald Trump Bandaríkjaforseti flutti stefnuræðu sína í gær. Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar fylgjast með. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. Í ræðu sinni dásamaði hann efnahagslífið í landinu og talaði um hina mikilfenglegu endurkomu landsins á efnahagssviðinu. Hann minntist ekki orði á ákæruna sem gefin var út á hendur honum af hluta þeirra þingmanna sem sátu og hlýddu á ræðuna en augljóst var að það andaði köldu á milli. Til að mynda virtist Trump neita að taka í höndina á Nancy Pelosi, sem er forseti fulltúradeildarinnar og sú sem lagði fram ákæruna á hendur forsetanum. Pelosi tók sig síðan til og reif ræðu forsetans í tvennt eftir að hann hafði nýlokið við að flytja hana, en Pelosi sat að baki forsetanum ásamt varaforsetanum Mike Pence á meðan á flutningnum stóð. Nancy Pelosi reif ræðu forsetans að henni lokinni.AP Þá var einum mótmælenda vísað úr salnum sem lét í sér heyra þegar forsetinn fór að verja rétt fólks til að eiga skotvopn. Þar var á ferðinni Fred Guttenberg, sem sérstaklega hafði verið boðið til samkomunnar af Nancy Pelosi, en hann er faðir stúlku sem skotin var til bana í Parkland skólanum árið 2018. Á meðal gesta forsetans voru hins vegar Juan Guaídó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela og íhaldssami þáttastjórnandinn Rush Limbough en forsetinn ákvað að sæma hann Frelsisorðunni, æðstu orðu sem óbreyttur borgari á kost á í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48