Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 08:05 Húsnæði Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í austanverðu Frakklandi. Getty Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira