Ætla að tvöfalda fæðingarorlof finnskra feðra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 12:31 Frá fundi finnsku ríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna. Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ríkisstjórn Finnlands kynnti í dag áform um að nærri því tvöfalda fæðingarorlof feðra og gera það jafnlagt og mæðra. Með breytingunni fá finnskir foreldrar nærri því sjö mánuði hvort í fæðingarorlof sem þeir geta dreift að hluta til á milli sín. Aino-Kaisa Pekonen, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Finnlands, sagði að markmið breytinganna væri að auka jafnrétti kynjanna og að reyna að hressa upp á hnignandi fæðingartíðni í landinu. Í skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar sem var kynnt í gær kom fram að fæðingartíðnin í Finnlandi, Íslandi og Noregi væri í sögulegu lágmarki. Fram að þessu hafa finnskir foreldrar átt rétt á samtals um tólf og hálfum mánuði af tengjutengdu fæðingarorlofi. Mæður hafa átt rétt á 4,2 mánuðum í orlof en feður 2,2. Saman hafa foreldrar haft möguleikann á að ráðstafa um sex mánuðum til viðbótar. Með breytingunni verður heildartími fæðingarorlofs foreldra um fjórtán mánuðir, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Hægt verður að færa 69 daga, um helmingi fæðingarorlofs annars foreldrisins, á milli foreldra og þá fá barnshafandi konur rétt á fæðingarorlofi allt að mánuði fyrir settan dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Einstæðir foreldrar fá rétt á að nýta fæðingarorlof beggja. Nýfæddum börnum fækkaði um fimmtung frá 2010 til 2018. Pekonen vísaði til þess að fæðingartíðni hefði aukist í Svíþjóð og á Íslandi eftir að feður fengu aukna möguleika á fæðingarorlofi. Aðeins 10% finnskra feðra nýttu sér rétt til fæðingarorlofs eftir að þeir fengu hann fyrst árið 2003 en hlutfallið jókst upp í tæpan þriðjung eftir að orlofsrétturinn var lengdur tíu árum síðar. Núverandi ríkisstjórn Finnlands sem tók við völdum í desember er skipuð fimm stjórnmálaflokkunum sem eru allir undir forystu kvenna. Fjórar þeirra eru yngri en 35 ára gamlar. Fyrri ríkisstjórn mið- og hægriflokka féll frá umbótum á fæðingarorlofi vegna kostnaðar við þær. Nýju breytingarnar eiga að taka gildi ekki síðar en á næsta ári. Áætlaður kostnaður við þær er metinn um hundrað milljónir evra, jafnvirði um 13,8 milljarða íslenskra króna.
Finnland Fæðingarorlof Tengdar fréttir Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15 Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki á Norðurlöndunum Innflytjendur tryggðu endurnýjun íbúa á mörgum fámennari og afskekktari svæðum sem glímdu annars við fólksfækkun samkvæmt nýrri norrænni skýrslu. 4. febrúar 2020 11:15
Finnska þingið samþykkti Sönnu Marin Meirihluti finnskra þingmanna greiddi í hádeginu atkvæði með tillögu um að Sanna Marin verði nýr forsætisráðherra Finnlands. 10. desember 2019 13:15
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48