Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 14:00 Viðbúnaði vegna Wuhan-kórónaveirunnar er lýst í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum. Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Yfirvöld mælast til þess að íslenskir ferðamenn sem koma frá Kína verði í sóttkví í fjórtán daga frá komu til landsins til öryggis vegna Wuhan-kórónaveirufaraldursins þar í landi. Einnig beina almannavarnayfirvöld því til stofnana og fyrirtækja að uppfæra viðbragðsáætlanir til að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem allt að helmingur starfsmanna gæti forfallast. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar sem var gefin út í dag. Sóttvarnalæknir mælir enn með því að íslenskir ferðamenn sleppi ónauðsynlegum ferðum til Kína. Allir þeir sem þaðan koma séu beðnir um að gangast undir tveggja vikna sóttkví til öryggis því að jafnaði komi einkenni fram fjórum til átta dögum eftir smit. Reynt hefur verið að ná til kínverskra ferðamanna hér á landi með ýmsum hætti. Þeir sem hafa leitað til heilsugæslunnar hafa verið beðnir um að vera í sóttkví næstu fjórtán dagana. Almannavarnir ráðleggja fólki að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar ef grunur kviknar um kórónaveirusmit nema að fengnum ráðleggingum í síma. Fólk er þess í stað beðið um að hringja fyrst í Læknavaktina í síma 1700. Mikil áhersla er nú sögð lögð á að fá stofnanir og atvinnulíf til þess að uppfæra viðbragðsáætlanir varðandi órofinn rekstur og er þar meðal annars gert ráð fyrir samstarfi fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki og stofnanir verði í slíkum áætlunum að gera ráð fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum þar sem 25-50% afföll gætu orðið á starfsmönnum. Taka á lokaákvörðun um verstu mögulega sviðsmynd síðar í þessari viku. Landhelgisgæslan vinnur að því að ná sambandi við skip sem eru á leið til hafnar á Íslandi til að vekja athygli þeirra á að gera viðvart um veikindi áhafnar eða farþega. Toll- og landhelgisgæslan bregðist við ef skip þurfa á læknisaðstoð að halda. Rúmlega 24.500 kórónaveirusmit hafa greinst í heiminum til þessa og hafa 493 látist af völdum hennar, um 2% þeirra sem hafa smitast. Langflest tilfellin hafa greinst í Kína þar sem veiran kom fyrst upp, rúmlega 24.300, og smit annars staðar eru einnig langflest rakin til Kína. Eitt dauðsfall hefur verið staðfest utan Kína en það var á Filippseyjum.
Almannavarnir Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15