Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Mælst er til þess að Íslendingar sem ferðast hafi til Kína fari í 14 daga sóttkví þegar heim er komið. Það þurfa Kínverskir ferðamenn hins vegar ekki að gera. Vísir/Vilhelm Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. Veirusýni hafa verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ný tilfelli alvarlegra lungnasýkinga eru enn að koma upp á meginlandi Kína og í dag eru staðfest tilfelli Wuhan-veirunnar orðin rúmlega tuttugu og fjögur þúsund og fimmhundruð í tuttugu og sex löndum, langflest í Kína. Tæplega fimm hundruð dauðsföll, rekja má til veirunnar, eru staðfest en tæplega níu hundruð og fimmtíu hafa náð bata. Hér á landi hafa heilbrigðisyfirvöld og almannavarnir virkjað óvissustig vegna faraldursins. Á stöðufundi sóttvarnalæknis með almannavörnum í dag var rætt um áframhaldandi aðgerðir og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Sjófarendum sem koma til Íslands hefur verið bent á að tilkynna komu til hafnar sérstaklega komi upp veikindi hjá áhöfn eða farþegum. Íslendingar sem koma frá Kína í sóttkví - Ekki kínverskir ferðamenn Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Er það gert þar sem smitberi getur smitað út frá sér þrátt fyrir að vera einkennalaus.Hvað með kínverska ferðamenn sem koma hingað til lands?„Það er öllu erfiðara að eiga við það. Í fyrsta lagi þá er mjög erfitt að fá að vita hjá hverjum og einum hvaðan hann kemur. Það er mjög líklegt að viðkomandi muni ekki segja rétt til ef það á að fara loka þá af og það er miklu erfiðara að loka af ferðamenn. Við höfum hreinlega ekki hentugt húsnæði til þess,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Er ekki líklegra að þeir sem að komi frá Kína og ferðast hingað til lands séu smitberar frekar en þeir sem ferðast héðan og koma aftur heim„Það er ómögulegt að segja, það er ómögulegt að spá í það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Níu veirusýni verið tekin á Landspítalanum Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort veirufaraldurinn hafi náð hámarki sínu en faraldur SARS veirunnar árið 2002 stóð í heilt ár.Gerið þið ráð fyrir því að þetta óvissustig sem lýst hefur verið yfir haldi svipaðan tíma?„Það gæti vel farið að svo verði. Það fer eftir þróuninni bæði innan Kína og í öðrum löndum en við gerum allavega ráð fyrir að þetta ástand geti varað í nokkra mánuði,“ segir Þórólfur. Frá því óvissustig var virkjað hér á landi hafa veirusýni verið tekin hjá níu einstaklingum á Landspítalanum. Ekkert þeirra hefur sýnt einkenni Wuhan-veirunnar.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15 Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32 Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Hálfsársbirgðir af handspritti seldust upp á fjórum dögum Tilmæli Sóttvarnarlæknis um að huga að almennu hreinlæti virðast hafa skilað sér í stóraukinni sprittsölu. 5. febrúar 2020 15:15
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest. 4. febrúar 2020 06:32
Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. 5. febrúar 2020 06:30