365 fær ekki að fara með tveggja milljóna orlofsdeilu fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 09:58 Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er eigandi 365 hf. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem hætti störfum fyrir fjórum árum. Hæstiréttur telur málið ekki hafa verulega almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið um sambærileg efni. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu-, sölu- og markaðsmála, hætti störfum hjá 365 í lok mars 2016. Hún var með sex mánaða uppsagnarfrest og hafði við uppsögnina áunnið sér þrjátíu daga orlofsrétt. Ágreiningur kom upp á milli hennar og 365 um það hvort dagarnir þrjátíu væru hluti af sex mánaða uppsagnarfresti eða ekki. Neitaði 365 að greiða Petreu orlofið. Fór málið fyrir héraðsdóm og svo Landsrétt. Í báðum tilfellum féll dómurinn Petreu í vil og var 365 dæmt til að greiða Petreu rúmar 2,2 milljónir króna auk dráttarvaxta. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eins og lögmaður 365 hf hélt fram. Var beiðninni því hafnað. 365 hf átti um árabil Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri miðla. Stærstur hluti var seldur til Sýnar árið 2017 nema Fréttablaðið sem Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri og eigandi 365 hf, seldi í fyrra. Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir 365 miðlar greiða rúmar tvær milljónir króna vegna vangreidds orlofs Kveðinn var upp dómur í máli Petreu Ingileif Guðmundsdóttur í landsrétti í gær en hún hafði stefnt 365 hf. vegna uppsagnar og vangreidds orlofs. 14. desember 2019 09:56 Nýir stjórnendur hjá 365 Eftir breytingarnar er jafnt kynjahlutfall í yfirstjórn 365. 14. janúar 2015 15:29 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni 365 hf um að rétturinn taki fyrir launadeilumál fyrirtækisins við fyrrverandi framkvæmdastjóra sem hætti störfum fyrir fjórum árum. Hæstiréttur telur málið ekki hafa verulega almennt gildi umfram dómsúrlausnir sem áður hafa gengið um sambærileg efni. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu-, sölu- og markaðsmála, hætti störfum hjá 365 í lok mars 2016. Hún var með sex mánaða uppsagnarfrest og hafði við uppsögnina áunnið sér þrjátíu daga orlofsrétt. Ágreiningur kom upp á milli hennar og 365 um það hvort dagarnir þrjátíu væru hluti af sex mánaða uppsagnarfresti eða ekki. Neitaði 365 að greiða Petreu orlofið. Fór málið fyrir héraðsdóm og svo Landsrétt. Í báðum tilfellum féll dómurinn Petreu í vil og var 365 dæmt til að greiða Petreu rúmar 2,2 milljónir króna auk dráttarvaxta. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til eins og lögmaður 365 hf hélt fram. Var beiðninni því hafnað. 365 hf átti um árabil Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjuna og fleiri miðla. Stærstur hluti var seldur til Sýnar árið 2017 nema Fréttablaðið sem Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri og eigandi 365 hf, seldi í fyrra.
Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir 365 miðlar greiða rúmar tvær milljónir króna vegna vangreidds orlofs Kveðinn var upp dómur í máli Petreu Ingileif Guðmundsdóttur í landsrétti í gær en hún hafði stefnt 365 hf. vegna uppsagnar og vangreidds orlofs. 14. desember 2019 09:56 Nýir stjórnendur hjá 365 Eftir breytingarnar er jafnt kynjahlutfall í yfirstjórn 365. 14. janúar 2015 15:29 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
365 miðlar greiða rúmar tvær milljónir króna vegna vangreidds orlofs Kveðinn var upp dómur í máli Petreu Ingileif Guðmundsdóttur í landsrétti í gær en hún hafði stefnt 365 hf. vegna uppsagnar og vangreidds orlofs. 14. desember 2019 09:56
Nýir stjórnendur hjá 365 Eftir breytingarnar er jafnt kynjahlutfall í yfirstjórn 365. 14. janúar 2015 15:29
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur