Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:57 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. Það sé aftur á móti verið að skoða núna og nokkuð ljóst liggi fyrir að veiran getur haft áhrif, einkum á ferðaþjónustuna bæði hérlendis og erlendis. Peningastefnunefnd greindi frá ákvörðun sinni um að lækka vexti í gær. Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem að sögn seðlabankstjóra er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda.Sjá einnig: Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann teldi að efnahagsstefna stjórnvalda styðji við peningastefnuna og hvort hún vinni nægilega gegn niðursveiflu í hagkerfinu. „Við höfum verið að ganga í takt. Fjármálaráðuneytið eða í rauninni ríkissjóður hefur verið að auka útgjöld og lækka skatta, meðal annars í tengslum við lífskjarasamningana og það rímar mjög vel við það sem við erum að gera að lækka vexti,“ segir Ásgeir. „Þannig að við höfum verið að vinna í takt í þetta skiptið og ég held að það muni koma fram í því að við erum að mýkja þessa niðursveiflu.“ Hugsanleg áhrif Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið bárust jafnfamt í tal á fundinum. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir þeim áhrifum í þeim spám sem lagðar voru fram í gær. „En þetta er eitthvað sem við erum að skoða núna og þurfum að skoða líka í ákveðnu samhengi við viðbúnaðaráætlun og fleira,“ segir Ásgeir. „Það liggur fyrir að ef þessi veira nær sér verulega á strik þá mun það hafa áhrif á ferðaþjónustuna hjá okkur eins og hjá öðrum löndum. Við munum alla veganna sjá færri ferðamenn frá Kína sem dæmi þannig að við verðum aðeins að fylgjast með þróuninni og hvernig hún verður,“ segir Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn Viðskipti Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira