Topp fimm listinn hjá Hrafnhildi Skúladóttur var ekki eini topp fimm listinn er Seinni bylgjan gerði upp umferðir sjö til fjórtán í Olís-deild kvenna.
Þorgerður Anna Atladóttir valdi nefnilega einnig sinn lista en hún valdi topp fimm leiðinlegustu leikmenn sem hún hefur mætt.
Þorgerður sagði áður en hún byrjaði að kynna listann inn að það væri eftirsóknarvert að vera á þessum lista.
Leikmenn úr fimm liðum komust á listann en Þorgerður sagði að allir ættu að óska sér að hafa þessa leikmenn í sínu liði því það nennir enginn að spila á móti þeim en það sé geggjað að spila með þeim.
Listann í heild sinni má sjá hér að neðan.
Seinni bylgjan: Þorgerður valdi fimm leiðinlegustu andstæðingana

Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: Hróslisti Hröbbu
Svava Kristín Grétarsdóttir og spekingar hennar gerðu upp umferðir sjö til fjórtán í Olís-deild kvenna fyrr í vikunni.