Barkley drullar yfir leikmenn Sixers og alla NBA-deildina: Þeir kunna ekki að spila körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 13:30 Charles Barkley við styttuna af sér fyrir utan æfingahús Philadelphia 76ers. Getty/Mitchell Leff Charles Barkley var leikmaður Philadelphia 76ers fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og hefur sterkar taugar til félagsins. Hann er hins vegar ekki ánægður spilamennsku Sixers þessa dagana og Chuck er líka óhræddur að segja sína óvægu skoðun á leikmönnum liðsins. Philadelphia 76ers tapaði á móti Milwaukee Bucks í nótt og hefur þar með tapað fjórum leikjum í röð í NBA-deildinni. Charles Barkley var mættur á TNT til að greina leik liðsins eftir leikinn í nótt og þar drullaði hann vel yfir liðið. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af liðinu. Númer eitt er að þeir kunna ekki að spila körfubolta,“ sagði Charles Barkley í upphafi „fyrirlesturs“ síns um ástandið hjá Philadelphia 76ers. Bakrley líkir liðinu við Cleveland Browns í NFL-deildinni. Hann gagnrýndi líka Al Horford fyrir að tala um það opinberlega að það sé eitthvað í ólagi í klefanum. "They are the Cleveland Browns of the NBA." — Charles Barkley on the 76ers pic.twitter.com/EJ8LlKtxCy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Barkley fór líka yfir leikstíl liðsins en menn hafa talað um að sóknarleik Philadelphia 76ers liðsins vanti sitt auðkenni. „Ef þeir keyra upp hraðann þá að Ben (Simmons) að vera aðalmaðurinn en þegar þeir róa leikinn niður þá leikur liðsins að fara í gegnum Joel (Embiid). Þetta er ekki heilaskurðaðgerð,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram að leggja mönnum línurnar. Charles Barkley on the Sixers: "They are the softest, mentally weakest team that had a bunch of talent. They are the Cleveland Browns of the NBA. They got a lot of talent, and they talk the talk, and that's it."— Kyle Neubeck (@KyleNeubeck) February 7, 2020 Hann hætti síðan að tala bara um Philadelphia 76ers og fór að tala um alla deildina. „Við erum alltaf af búa til afsakanir fyrir þennan ömurlega körfubolta sem er spilaður í NBA deildinni í dag. Allir þessir strákar eru að fá hundrað milljón dollara og halda svo að þeir geti spilað,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram. „Ég óska öllum þessum ungu strákum góðs gengis og vil þeim vel en það gengur ekki að allir þessir slæpingar séu að fá 150 til 160 milljón dollara,“ sagði Chuck en það má sjá tölu hans hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Charles Barkley var leikmaður Philadelphia 76ers fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og hefur sterkar taugar til félagsins. Hann er hins vegar ekki ánægður spilamennsku Sixers þessa dagana og Chuck er líka óhræddur að segja sína óvægu skoðun á leikmönnum liðsins. Philadelphia 76ers tapaði á móti Milwaukee Bucks í nótt og hefur þar með tapað fjórum leikjum í röð í NBA-deildinni. Charles Barkley var mættur á TNT til að greina leik liðsins eftir leikinn í nótt og þar drullaði hann vel yfir liðið. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af liðinu. Númer eitt er að þeir kunna ekki að spila körfubolta,“ sagði Charles Barkley í upphafi „fyrirlesturs“ síns um ástandið hjá Philadelphia 76ers. Bakrley líkir liðinu við Cleveland Browns í NFL-deildinni. Hann gagnrýndi líka Al Horford fyrir að tala um það opinberlega að það sé eitthvað í ólagi í klefanum. "They are the Cleveland Browns of the NBA." — Charles Barkley on the 76ers pic.twitter.com/EJ8LlKtxCy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Barkley fór líka yfir leikstíl liðsins en menn hafa talað um að sóknarleik Philadelphia 76ers liðsins vanti sitt auðkenni. „Ef þeir keyra upp hraðann þá að Ben (Simmons) að vera aðalmaðurinn en þegar þeir róa leikinn niður þá leikur liðsins að fara í gegnum Joel (Embiid). Þetta er ekki heilaskurðaðgerð,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram að leggja mönnum línurnar. Charles Barkley on the Sixers: "They are the softest, mentally weakest team that had a bunch of talent. They are the Cleveland Browns of the NBA. They got a lot of talent, and they talk the talk, and that's it."— Kyle Neubeck (@KyleNeubeck) February 7, 2020 Hann hætti síðan að tala bara um Philadelphia 76ers og fór að tala um alla deildina. „Við erum alltaf af búa til afsakanir fyrir þennan ömurlega körfubolta sem er spilaður í NBA deildinni í dag. Allir þessir strákar eru að fá hundrað milljón dollara og halda svo að þeir geti spilað,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram. „Ég óska öllum þessum ungu strákum góðs gengis og vil þeim vel en það gengur ekki að allir þessir slæpingar séu að fá 150 til 160 milljón dollara,“ sagði Chuck en það má sjá tölu hans hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira