Barkley drullar yfir leikmenn Sixers og alla NBA-deildina: Þeir kunna ekki að spila körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 13:30 Charles Barkley við styttuna af sér fyrir utan æfingahús Philadelphia 76ers. Getty/Mitchell Leff Charles Barkley var leikmaður Philadelphia 76ers fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og hefur sterkar taugar til félagsins. Hann er hins vegar ekki ánægður spilamennsku Sixers þessa dagana og Chuck er líka óhræddur að segja sína óvægu skoðun á leikmönnum liðsins. Philadelphia 76ers tapaði á móti Milwaukee Bucks í nótt og hefur þar með tapað fjórum leikjum í röð í NBA-deildinni. Charles Barkley var mættur á TNT til að greina leik liðsins eftir leikinn í nótt og þar drullaði hann vel yfir liðið. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af liðinu. Númer eitt er að þeir kunna ekki að spila körfubolta,“ sagði Charles Barkley í upphafi „fyrirlesturs“ síns um ástandið hjá Philadelphia 76ers. Bakrley líkir liðinu við Cleveland Browns í NFL-deildinni. Hann gagnrýndi líka Al Horford fyrir að tala um það opinberlega að það sé eitthvað í ólagi í klefanum. "They are the Cleveland Browns of the NBA." — Charles Barkley on the 76ers pic.twitter.com/EJ8LlKtxCy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Barkley fór líka yfir leikstíl liðsins en menn hafa talað um að sóknarleik Philadelphia 76ers liðsins vanti sitt auðkenni. „Ef þeir keyra upp hraðann þá að Ben (Simmons) að vera aðalmaðurinn en þegar þeir róa leikinn niður þá leikur liðsins að fara í gegnum Joel (Embiid). Þetta er ekki heilaskurðaðgerð,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram að leggja mönnum línurnar. Charles Barkley on the Sixers: "They are the softest, mentally weakest team that had a bunch of talent. They are the Cleveland Browns of the NBA. They got a lot of talent, and they talk the talk, and that's it."— Kyle Neubeck (@KyleNeubeck) February 7, 2020 Hann hætti síðan að tala bara um Philadelphia 76ers og fór að tala um alla deildina. „Við erum alltaf af búa til afsakanir fyrir þennan ömurlega körfubolta sem er spilaður í NBA deildinni í dag. Allir þessir strákar eru að fá hundrað milljón dollara og halda svo að þeir geti spilað,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram. „Ég óska öllum þessum ungu strákum góðs gengis og vil þeim vel en það gengur ekki að allir þessir slæpingar séu að fá 150 til 160 milljón dollara,“ sagði Chuck en það má sjá tölu hans hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Charles Barkley var leikmaður Philadelphia 76ers fyrstu átta árin á NBA-ferli sínum og hefur sterkar taugar til félagsins. Hann er hins vegar ekki ánægður spilamennsku Sixers þessa dagana og Chuck er líka óhræddur að segja sína óvægu skoðun á leikmönnum liðsins. Philadelphia 76ers tapaði á móti Milwaukee Bucks í nótt og hefur þar með tapað fjórum leikjum í röð í NBA-deildinni. Charles Barkley var mættur á TNT til að greina leik liðsins eftir leikinn í nótt og þar drullaði hann vel yfir liðið. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af liðinu. Númer eitt er að þeir kunna ekki að spila körfubolta,“ sagði Charles Barkley í upphafi „fyrirlesturs“ síns um ástandið hjá Philadelphia 76ers. Bakrley líkir liðinu við Cleveland Browns í NFL-deildinni. Hann gagnrýndi líka Al Horford fyrir að tala um það opinberlega að það sé eitthvað í ólagi í klefanum. "They are the Cleveland Browns of the NBA." — Charles Barkley on the 76ers pic.twitter.com/EJ8LlKtxCy— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Barkley fór líka yfir leikstíl liðsins en menn hafa talað um að sóknarleik Philadelphia 76ers liðsins vanti sitt auðkenni. „Ef þeir keyra upp hraðann þá að Ben (Simmons) að vera aðalmaðurinn en þegar þeir róa leikinn niður þá leikur liðsins að fara í gegnum Joel (Embiid). Þetta er ekki heilaskurðaðgerð,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram að leggja mönnum línurnar. Charles Barkley on the Sixers: "They are the softest, mentally weakest team that had a bunch of talent. They are the Cleveland Browns of the NBA. They got a lot of talent, and they talk the talk, and that's it."— Kyle Neubeck (@KyleNeubeck) February 7, 2020 Hann hætti síðan að tala bara um Philadelphia 76ers og fór að tala um alla deildina. „Við erum alltaf af búa til afsakanir fyrir þennan ömurlega körfubolta sem er spilaður í NBA deildinni í dag. Allir þessir strákar eru að fá hundrað milljón dollara og halda svo að þeir geti spilað,“ sagði Charles Barkley og hélt áfram. „Ég óska öllum þessum ungu strákum góðs gengis og vil þeim vel en það gengur ekki að allir þessir slæpingar séu að fá 150 til 160 milljón dollara,“ sagði Chuck en það má sjá tölu hans hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum