Segir Evrópu ekki geta setið hjá í vígbúnaðarkapphlaupi Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2020 12:00 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Francois Mori Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála. Evrópusambandið Frakkland Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að ríki Evrópu megi ekki sitja hjá í nýju vígbúnaðarkapphlaupi. Nauðsynlegt sé að leggja línurnar innan Evrópu og þá sérstaklega varðandi kjarnorkuvopn. Eftir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er Frakkland eina kjarnorkuveldi sambandsins. Þetta sagði forsetinn í ræðu við unga foringja í franska hernum við athöfn í París í morgun. Árið 2018 samþykkti Macron kostnaðarsama uppfærslu á kjarnorkuvopnum Frakklands en á móti kemur að Frakkar hafa fækkað vopnum sínum á undanförnum árum. Eins og bent er á í frétt Deutsche Welle þá Bandaríkin og Rússland slitið sáttmálum á milli ríkjanna um kjarnorkuvopn og yfirvöld Bandaríkjanna hafa þar að auki gefið í skyn að þau muni ekki framlengja sáttmála um fækkun kjarnorkuvopna sem undirritaður var árið 2010. Bandaríkin, Rússlands, Kína og Indland eru meðal ríkja heimsins sem vinna að þróun nýrra gerða eldflauga og annars konar vopna. Í ræðu sinni sagði Macron að hægt væri að tryggja öryggi Evrópu í samvinnu við Bandaríkin. Kjarnorkuvopn Frakklands tryggðu þó einnig öryggi. Forsetinn vill ræða hlutverk kjarnorkuvopna Frakklands við bandamenn ríkisins í Evrópu. Macron neitaði nýverið að færa kjarnorkuvopn ríkisins undir stjórn ESB eða Atlantshafsbandalagsins. Ræða Macron er í takt við fyrri ummæli hans um aukið varnarsamstarf innan Evrópu og heimsálfan hætti að reiða sig eins mikið á Bandaríkin og raunin er í varnarmálum. Hann hvatti ríki Evrópusambandins til að verja meira fé til varnarmála.
Evrópusambandið Frakkland Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira