Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 13:36 Tíu manns hafa verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til Wuhan-veirunnar en enginn reyndist smitaður. vísir/hanna Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna hinnar nýju kórónuveiru sem greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Sýking vegna veirunnar hefur nú verið staðfest hjá 31.503 einstaklingum og hafa alls 638 manns látist af völdum hennar. Öll dauðsföllin, fyrir utan eitt, hafa verið í Kína. 1693 einstaklingar hafa náð sér eftir veikindin. Mikill viðbúnaður hefur verið víða um heim vegna kórónuveirunnar.AP/Arek Rataj Á stöðufundi sóttvarnalæknis í morgun með áhöfn samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun var rætt um áframhaldandi aðgerðir hér á landi og leiðir til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Yfirvöld hér á landi hafa gripið til þess ráðs að beina því til Íslendinga sem eru að koma frá Kína að vera í sóttkví í tvær vikur eftir heimkomu. Rauði krossinn veitir sálfélagslegan stuðning við fjölskyldur sem eru í sóttkví að því er fram kemur í stöðuskýrslunni. Ekki hefur verið gripið til slíkra aðgerða á hinum Norðurlöndunum. Þá hefur það verið gagnrýnt að ferðamenn frá Kína séu ekki einnig látnir í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Baldur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að slíkt sé einfaldlega ekki gerlegt, bæði vegna mikils fjölda ferðamanna og vegna þess að erfitt er að rekja ferðir fólks frá Kína hingað þar sem ekkert beint flug er á milli landanna. Í stöðuskýrslunni segir að sóttvarnalæknir muni í dag eiga fund með Samtökum atvinnulífsins þar sem verða viðbragðsáætlanir fyrirtækja varðandi órofinn rekstur. Þá var haldinn samráðsfundur í gegnum fjarfundabúnað með umdæmislæknum sóttvarna og lögreglustjórum allra umdæma. „Á fundinum var m.a. rætt hvernig mögulegt er að herða aðgerðir á Keflavíkurflugvelli og á öðrum alþjóðaflugvöllum hér á landi, til að koma í veg fyrir að veiran berist hingað til lands. Ákveðið var að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni betur öll möguleg úrræði á vellinum til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands,“ segir í skýrslunni.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira