Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur 9. febrúar 2020 13:01 Katrín Jakobsdóttir segir hugsunina bak við frumvarpið vera að ekki sé hægt að fara í kring um reglur með "kennitölukrúsídúllum.“ vísir/vilhelm Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna boðað frumvarp um jarðakaup í ræðu sinni á flokksráðsfundi flokksins sem fór fram í gær í og í fyrradag. Frumvarpið er svokallaður bandormur þar sem málið heyrir undir mörg ráðuneyti. Það fer í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni og verður lagt fram á yfirstandandi þingi að loknu umsagnarferli. „Í fyrsta lagi kveður það á um hvað skilyrði aðilar utan EES þurfi að uppfylla til að geta keypt land á Íslandi. Í öðru lagi erum við að tala um stórbætta skráningu í landeignaskrá sem heyrir undir þjóðskrá sem er auðvitað mjög mikilvægt atriði, að það ríki gagnsæi um þessi mál og að upplýsingar um þau séu aðgengileg meðal annars um raunverulegt eignarhald. Í þriðja lagi erum við að tala um heimild til ráðherra til þess að setja hömlur á það ef jarðir eða landareignir fara yfir ákveðna stærð.“ Katrín segir að miðað sé við mjög stórar landareignir og að reglurnar eigi því ekki að vera íþyngjandi gagnvart hefðbundnum viðskiptum. „Ætlunin er auðvitað að bregðast við þeim áhyggjum sem við höfum fundið fyrir í samfélaginu að stórir hlutar landsins séu í raun og veru að safnast á mjög fáar hendur.“ Með bættri skráningu um endanlegt eignarhald ættu stjórnvöld að geta stoppað það af ef sami aðili er að kaupa upp stóra jörð í gegnum mismunandi félög. „Hugsunin er sú að það sé ekki hægt að fara í kring um þetta með einhverjum kennitölukrúsídúllum.“ Í þessu frumvarpi er ekki gerðar kröfur um ábúnað eða nýtingu. „Síðan auðvitað er það svo að ég held að það þurfi að horfa til lengri tíma þegar kemur til dæmis að landi í búnaðarnýtingu.“ Hún segir það vera eðlilegan hluta fullveldis þjóðar að hafa yfirsýn yfir það hverjir eigi landið. „Nú í öðru lagi er þetta auðvitað nátengt auðlindanýtingu og ég held að það sé alveg ljóst að við viljum ekki sjá stjórnun auðlindanýtingar vera á of fáum höndum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Tengdar fréttir Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15 Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15 Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe segir ekkert til í því að hann ætli sér að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Hann sé ekki eigandi félagsins Dylan Holding sem hafi eignast félag sem eigi jarðir með veiðirétt í ánni. 8. nóvember 2019 06:15
Frumvarpið gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár Veiðifélagið Strengur, sem er að stærstum hluta í eigu breska auðkýfingsins Jims Ratcliffe, gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lax- og silungsveiði. 11. nóvember 2019 07:15
Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. 28. nóvember 2019 19:00