Erlent

Kín­versk stjórn­völd hyggjast verja tíu milljörðum dala í bar­áttu gegn veirunni

Eiður Þór Árnason skrifar
Kínverjar hófu byggingu nýs spítala í lok janúar í borginni Wuhan til að hlúa að sjúklingum með veiruna.
Kínverjar hófu byggingu nýs spítala í lok janúar í borginni Wuhan til að hlúa að sjúklingum með veiruna. Vísir/Ap

Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar.

Verða fjármunirnir einkum nýttir til að tryggja að kínverskur almenningur hafi efni á greiningu og meðferð við sýkingunni, er fram kemur í yfirlýsingu á heimasíðu ráðuneytisins.

Einnig verður reynt að sjá til þess að öll umdæmi landsins hafi nægja fjármuni til þess að bregðast við útbreiðslu veirunnar með fullnægjandi hætti.

Fjöldi látinna vegna Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu tók mikið stökk í gær og er nú kominn yfir 800. Þá er fjöldi látinna einnig kominn yfir fjölda þeirra sem dóu vegna fuglaflensunnar árið 2003, þegar 774 létust. Hátt í 38 þúsund staðfest veirusmit hafa nú greinst, langflest innan Kína.

Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV, eða Nýja kórónaveiran. Veiran hefur stungið upp kollinum í tæplega 30 löndum.


Tengdar fréttir

Breskur maður greindur með Wu­han-veiruna á Mallor­ca

Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna.

Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar

Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×