Svisslendingar samþykktu að gera mismunun gagnvart hinsegin fólki refsiverða Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 20:15 Hinseginfánar að húni í tilefni af Pride göngunni í Genf í Sviss. epa/MARTIAL TREZZINI Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu. Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Svisslendingar samþykktu í dag tillögu um að gera mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar refsiverða samkvæmt hegningarlögum. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram um málið í dag og greiddu 63% atkvæði með tillögunni en 37% á móti. Í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var haft eftir forsvarsfólki breytingarinnar að mjótt yrði á munum og ólíklegt gæti talist að ákvæðið hlyti yfir 60% stuðning kjósenda. Nú þegar var ólöglegt í Sviss að mismuna fólki á grundvelli kynþáttar og trúarbragða. Andstæðingar tillögunnar sögðu að breytingin myndi skerða tjáningarfrelsi fólks í landinu. Stuðningsmenn fullyrtu að enginn yrði lögsóttur fyrir trú sína eða að ummæli í einkasamtölum. Lögin ættu hins vegar að vernda hinsegin samfélagið í Sviss frá mismunun og aðkasti. Haft var eftir meðlimum hinsegin samfélagsins í svissneska dagblaðinu 20 Minuten að þeir hafi oft orðið fyrir líkamsárásum og sumir jafnvel þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna þessa. Sami miðill birti einnig viðtal við unga menn þar sem þeir lýstu því yfir að þeim þætti í lagi að ráðast á samkynja pör og einhverjir ýjuðu jafnvel að því að hægt væri að „lækna þau með nokkrum höggum.“ Forsvarsmenn Bleika krossins í Sviss, hagsmunasamtaka hinsegin fólks, fagna sigrinum og segja að næsta verkefni sé að fá í gegn frumvarp sem leyfi samkynja hjónabönd þar í landi en það liggur nú fyrir þinginu.
Hinsegin Sviss Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um að mismunun gagnvart hinsegin fólki verði refsiverð Svisslendingar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um um hvort setja eigi í hegningarlög að mismunun vegna kynhneigðar og kynvitundar verði refsiverð. 9. febrúar 2020 09:55