Gunnhildur Yrsa: Frábært að vera komin til baka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 20:46 Gunnhildur Yrsa byrjar á sigri með Val. Vísir/Valur Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Val í kvöld er liðið lagði KR af velli í Vesturbæ Reykjavíkur. Hún var sátt með dagsverkið þó hún hefði viljað vinna stærra. Leiknum lauk með 1-0 sigri Íslandsmeistaranna. „Mjög gott að byrja á sigri og KR stelpurnar mættu brjálaðar til leiks í dag og það var erfitt að brjóta þær niður þannig við erum mjög ánægðar með þrjú stig í dag,“ sagði Gunnhildur Yrsa að leik loknum. Valur var mun sterkara liðið í leiknum en átti erfitt með að brjóta vörn KR niður og því var sigur liðsins mun naumari en margir gerðu ráð fyrir. „Við héldum boltanum vel en á síðasta þriðjung áttum við erfitt með að skapa færi. Við áttum þó nokkur færi sem hefði átt að gera út um leikinn,“ sagði Gunnhildur en Valur átti svo sannarlega sín færi í leiknum en fyrir utan mark Hlín á 14. mínútu vildi boltinn ekki fara inn. Sem fyrr segir gekk Gunnhildur til liðs við Val nú á dögunum og kveðst hún vera glöð að vera aftur að spila á Íslandi. „Ég er hægt og rólega að koma mér inn í þetta og hef auðvitað ekki náð að æfa eins mikið og ég hefði viljað. En stelpurnar og þjálfararnir hafa verið frábærir og hafa komið mér vel inn í hlutina. Það er frábært að vera komin til baka.“ Valur er auðvitað í baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn en er sem stendur tveimur stigum á eftir Kópavogsliðinu sem á enn leik til góða. Gunnhildur segir Val alls ekki vera á þeim buxum að gefa upp á bátinn. „Breiðablik er frábært lið en það erum við líka. Við þurfum að einbeita okkur að okkur og taka einn leik í einu. Þetta er ekki í okkar höndum þannig við gerum okkar og vonum það besta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50 Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Valur 0-1 | Íslandsmeistararnir mörðu sigur í Vesturbænum Valur vann KR með einu marki gegn engu í eina leik dagsins í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. 17. ágúst 2020 19:50
Gunnhildur Yrsa semur við Val Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er gengin til liðs við ríkjandi Íslandsmeistara Vals í Pepsi Max deild kvenna. 8. ágúst 2020 13:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti