Úrslitakeppni NBA-deildarinnar fer af stað í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 17:45 Luka og félagar í Dallas mæta öflugu liði Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í kvöld. AP Photo/Aaron Gash Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Úrslitakeppnin NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og hefur áður komið fram fer öll úrslitakeppnin fram í Disney World. Skemmtigarðurinn er staðsettur í Orlandó í Bandaríkjunum. Þannig hafa forráðamenn NBA-deildarinnar komið í veg möguleg kórónusmit. Eftir að kórónufaraldurinn skaut upp kollinum í Bandaríkjunum - þar sem hann geysar þó enn - þá var NBA-deildin sett á ís í dágóðan tíma. Eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu um að klára deildirnar sem og úrslitakeppnina hefur verið spilað mjög þétt. Stærsti leikur kvöldsins er eflaust sá síðasti en hann hefst rétt eftir miðnætti. Þar mætast Los Angeles Clippers – sem eru af mörgum taldir líklegir til að landa titlinum í ár – og Dallas Mavericks. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hinum ungu Evrópubúum í Dallas, þeim Luka Dončić og Kristaps Porziņģis gengur gegn Kawhi Leonard og Paul George hjá Clippers. Denver Nuggets og Utah Jazz mætast í fyrsta leik dagsins. Þá mætast ríkjandi meistarar Toronto Raptors og Brooklyn Nets en nær öruggt er að meistararnir sópi Nets úr keppni sem er án flestra sinna sterkustu manna – þar má helst nefna Kyrie Irving og Kevin Durant. Þá mætast Boston Celtics og Philadelpha 76ers. Day 1 schedule of the NBA playoffsPostseason basketball is officially back pic.twitter.com/1TVq2QA1rH— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2020 Topplið bæði Austur- og Vesturdeildar spila annað kvöld. Milwaukee Bucks mæta Orlando Magic og reikna má með því að sópurinn verði á lofti hjá Giannis Antetokounmpo og félögum í Bucks. LeBron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers mæta svo Portland Trail Blazers sem var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Besti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu, Damian Lillard, þarf að eiga enn einn stórleikinn í treyju Portland ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessu einvígi við Lakers. Líkt og venjulega þarf að vinna fjóra leiki til þess að komast áfram í næstu umferð úrslitkeppninnar.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45 Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Portland síðasta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni Portland Trail Blazers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur á Memphis Grizzlies í kvöld. 15. ágúst 2020 21:45
Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu. 15. ágúst 2020 19:30