„Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 10:34 Lukashenko þvertekur fyrir að halda nýjar kosningar. AP/Nikolai Petrov/BelTA Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, segir að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann verður drepinn. Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Hvíta-Rússlandi eftir mjög umdeildar kosningar. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um síðustu helgi segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Vestræn lýðræðisríki hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Nú síðast sagði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, að ríkið samþykkti ekki niðurstöður kosninganna og sagði þær hafa verið svik. Í ræðu fyrir utan verksmiðju í Minsk sagði Lukashenko í morgun að það væri búið að halda kosningar og þær yrðu ekki endurteknar. „Þar til þið drepið mig, verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn. Samkvæmt fregnum miðla erlendis sagðist Lukashenko einnig tilbúinn til að deila völdum og breyta stjórnarskrá landsins. Hann myndi þó ekki gera það undir þrýstingi og ítrekaði aftur að ekki yrði kosið aftur. Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, hefur sagst tilbúin til að leiða Hvíta-Rússland. Í myndbandsávarpi frá Litháen kallaði hún eftir nýjum sanngjörnum kosningum. Hún gæti leitt ríkið þar til þær yrðu framkvæmdar. Ræða Lukashenko endaði snögglega í morgun en þúsundir mótmælenda höfðu komið saman við verksmiðjuna og kölluðu þau að forsetanum og sögðu honum að fara. Hann reyndi að lækka í mótmælendum en þakkaði að endingu fyrir sig og yfirgaf pontuna. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Just look at him while workers are chanting: "Go Away! Go Away" pic.twitter.com/zEiXTjlITZ— Franak Via orka (@franakviacorka) August 17, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira