Segir Trump ógna lýðræðinu með afstöðu sinni gagnvart póstatkvæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2020 23:07 Sanders telur að bregðast þurfi við vegna afstöðu forsetans til póstatkvæða. Salwan Georges/Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders segir að árásir Donalds Trump Bandaríkjaforseta á póstþjónustuna þar í landi jafngiltu „lýðræðislegri kreppu í Bandaríkjunum. Trump hefur sagst mótfallinn aukins fjárstuðnings til Póstþjónustu Bandaríkjanna í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Demókratar hafa reynt að fá auknar fjárveitingar til Póstsins og í kosningainnviði inn í neyðarfrumvarp vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem hefur leikið Bandaríkin grátt. Það hefur þó lítið gengið og sagði Trump það vera vegna mótstöðu hans við að koma póstinum til aðstoðar. Frumvarpinu er ætlað að koma efnahagslífinu og skólum, svo eitthvað sé nefnt, til aðstoðar vegna faraldursins. Lítið hefur hins vegar gengið í viðræðum Demókrata og Repúblikana um málið og er fjárstuðningur við póstinn eitt af þrætueplunum. Trump hefur haldið því ranglega fram að Demókratar vilji að forsetakosningarnar færu alfarið fram í gegn um póstinn, og að öllum kjósendum yrði sendur kjörseðill í pósti, óháð því hvort þeir bæðu um það. Þetta er ekki rétt en Demókratar hafa sagst vilja auðvelda fólki að biðja um kjörseðla í pósti og tryggja að þeir komi til skila. Um er að ræða ráðstöfun vegna kórónuveirufaraldursins en þó hafa einhverjir kjósendur í Bandaríkjunum greitt atkvæði með hjálp póstsins um árabil. Trump hefur einnig haldið því fram að póstatkvæði leiði til umfangsmikils kosningasvindls. Hann hefur ekki fært sönnur fyrir þeirri fullyrðingu sinni. „Krísa fyrir bandarískt lýðræði“ Sanders telur að með því að standa í vegi fyrir því að kjósendur geti sent atkvæði sín í pósti, og þannig dregið úr líkum á frekari útbreiðslu kórónuveirunnar, sé Trump að ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum. „Þið eruð vitni að forseta Bandaríkjanna sem reynir allt hvað hann getur til þess að draga úr kosningaþátttöku og gera fólki erfiðara að kjósa með póstatkvæðum á tímum þar sem fólk mun leggja lífið að veði með því að fara á kjörstað og kjósa,“ sagði Sanders í viðtali við NBC í dag. „Þetta er krísa fyrir bandarískt lýðræði. Við verðum að bregðast við og við verðum að bregðast við núna.“ Vill að það sé erfitt að senda atkvæði með póstinum Búast má við því að í komandi forsetakosningum muni fleiri kjósendur reyna að nýta sér þann möguleika að kjósa með hjálp póstsins en nokkru sinni fyrr, þar sem kórónuveiran hefur dreift sér vítt og breitt um Bandaríkin. Á síðustu mánuðum hefur beiðnum um að fá kjörseðil sendan heim í pósti fjölgað gríðarlega í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Þó er óvist að póstþjónustan, sem þegar er í fjárhagskröggum, komi til með að geta annað eftirspurn og komið útfylltum kjörseðlum til skila á réttum tíma fái stofnunin ekki aukið fjármagn. Í síðustu viku viðurkenndi Trump sjálfur að hann stæði í vegi fyrir aukinni fjárveitingu til póstsins, því hann vildi gera það erfiðara að senda atkvæði með pósti. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta þann 3. nóvember næstkomandi. Í nýlegustu skoðanakönnunum er mótframbjóðandi Trumps, fyrrverandi varaforsetinn Joe Biden, talinn sigurstranglegri. Framboð Bidens hefur gagnrýnt Trump fyrir afstöðu sína gagnvart póstþjónustunni og póstatkvæðum. Joe Biden er forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Hann er talinn sigurstranglegri en Trump í nýjustu könnunum.AP/Andrew Harnik
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira