Rannsaka hvort hægt sé að nýta „pólitískustu“ plöntu landsins til manneldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Axel Sigurðsson, Braga Stefaný Mileris og Björn Viðar Aðalbjörnsson. SIGURJÓN ÓLASON Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga. Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga.
Matvælaframleiðsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira