Rannsaka hvort hægt sé að nýta „pólitískustu“ plöntu landsins til manneldis Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2020 07:00 Axel Sigurðsson, Braga Stefaný Mileris og Björn Viðar Aðalbjörnsson. SIGURJÓN ÓLASON Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga. Matvælaframleiðsla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Verið er að rannsaka hvort hægt sé að nýta íslensku lúpínuna til drykkjar- og manneldis. Doktorsnemi í matvælafræði segir verðmætaskapandi að finna nýtingu fyrir plöntuna umdeildu sem vex út um allar trissur. „Ég hugsa að það sé óhætt að segja að lúpínan sé pólitískasta planta landsins en þjóðin skiptist í tvær fylkingar þegar kemur að skoðun á lúpínunni en nú á að rannsaka hvort hægt sé að nýta þessa plöntu.“ Íslenska lúpínan hefur lítið verið rannsökuð en nú stendur það til bóta og eru það nemendur í matvælafræði sem sinna mælingum. „Þetta er ónýtt hráefni sem vex út um allt í loftslaginu á Íslandi þar sem er ekkert auðvelt að rækta eitthvað í. Þannig það er mjög verðmætaskapandi að finna eitthvað sniðugt til þess að nýta plöntuna í - sama hvað það væri,“ sagði Braga Stefaný Mileris, doktorsnemi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Verið er að skoða hvort hægt sé að nýta lúpínuna til dýrafóðurs eða drykkjar- og manneldis. Hópurinn er byrjaður að vinna að útfærslum á drykkjum úr lúpínunni. Hér má sjá þrjár drykkjarprufur úr lúpínunni.SIGURJÓN ÓLASON „Hér sjáum við þrjár mismunandi vinnslur af lúpínunni og það útskýrir litamuninn og þá er bara komið að því að smakka.“ „Erlendis eins og t.d. á Spáni þá er hægt að kaupa lúpínu baunir í súpermörkuðum í vatni bara alveg eins og þú kaupir aðrar baunir og nýtir þær eins. Þú getur borðað þær eintómar sem snakk, gert hummus eða nýtt þær í baunarétti,“ sagði Braga. Fyrst þarf þó að aðskilja biturefnini frá plöntunni þar sem þau þykja afar bragðvond. „Þetta er ekki gott.“ „Nei maður finnur biturefnin í fræjunum, það er ekki búið að fjarlægja þau,“ sagði Braga. Mælingar á lífvirkum efnum í lúpínunni standa enn yfir en þær hafa sýnt mikla möguleika. „Lífvirk efni eru efni með heilsubætandi eiginleika og það eru mjög mikið af lífvirkum efnum í íslenskri lúpínu þannig það eru margir möguleikar líka jafnvel til að nota í lyfjaiðnað eða virk matvæli sem eru matvæli með heilsubætandi eiginleika,“ sagði Braga.
Matvælaframleiðsla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira