Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 23:10 Fjöldi fólks hefur mótmæl Lúkasjenkó forseta síðustu daga. Dmitri Lovetsky)/AP Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Þess er krafist að ríkismiðillinn fjalli með hlutlægum hætti um mótmælaölduna sem risið hefur í landinu eftir afar umdeildar forsetakosningar fyrir tæpri viku. Samkvæmt miðlægri kjörstjórn Hvíta-Rússlands vann Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, stórsigur í kosningunum og hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða. Svetlana Tíkanovskaja, helsti andstæðingur hans, er sögð hafa hlotið rúm tíu prósent. Tíkanovskaja hefur farið fram á endurtalningu atkvæða og telst fullviss um að hún hafi hlotið mun fleiri atkvæði, eða á bilinu 60 til 70 prósent atkvæða. Alþjóðlegum matsaðilum var þá ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna, auk þess sem utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja hafa kallað kosningarnar „falsaðar.“ Bandarísk stjórnvöld hafa einnig fordæmt framkvæmd kosninganna og segir hana hvorki hafa verið frjálsa né sanngjarna. Starfsmenn sjónvarpsins ósáttir Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands kaus fyrst um sinn að fjalla ekki um mótmælin sem brutust út eftir að tilkynnt var um meintan sigur Lúkasjenkós. Á kjördag voru birt viðtöl við stuðningsmenn Lúkasjenkós en hvergi minnst á óánægju stjórnarandstöðunnar eða mótmælin. Ríkissjónvarpið fjallaði síðar um mótmælin og hvatti fólk til þess að taka ekki þátt í þeim. Þó nokkrir fréttamenn hafa sagt upp störfum vegna stefnu ríkissjónvarpsins. Um hundrað starfsmenn ríkisútvarpsins komu í kvöld út úr byggingu stofnunarinnar og tóku þátt í mótmælunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að margir starfsmenn ríkissjónvarpsins hyggist fara í verkfall vegna umfjöllunar síðustu daga.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Segir Rússa reiðubúna að aðstoða stjórn Hvíta-Rússlands Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir nýafstaðnar forsetakosningar. 15. ágúst 2020 20:05
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15