Grikkir ætla að reisa tálma undan ströndum Lesbos til að stöðva flóttafólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 20:17 Milljónir flóttamanna hafa hætt sér yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku í von um að komast til Grikklands eða annarra Evrópuríkja. epa/KAY NIETFELD Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu. Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir áætlanir sínar um að leggja fljótandi tálma til að hindra flóttafólk á leið sinni yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til grískra eyja. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Ríkisstjórnin greindi frá fyrirætlunum sínum á þriðjudag eftir að hafa heitið því að vera strangari í stefnu sinni gagnvart óskráðum innflytjendum í landinu. Flóttamannabúðir á Lesbos eru yfirfullar.EPA/DIMITRIS TOSIDIS Tálminn verður 2,7 km langur og mun rísa út af ströndum Lesbos, eyju sem vakti mikla athygli þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi stóð sem hæst og nærri milljón flóttamanna sigldi að ströndum eyjunnar. Tálminn mun gnæfa fimmtíu metra yfir sjávarmáli, á milli mastranna verða strengd net og sjórinn í kring verður lýstur upp af ljóskösturum til að tryggja strendur Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Nikos Panagiotopoulos sagði í samtali við útvarpsstöðina Skai að tálmar líkt og þessi hafi reynst Grikklandi vel og vísaði í gaddavírsgirðinguna sem reist var á landamærum Grikklands við Tyrkland árið 2012 til að tefja hælisleitendur. „Við teljum að þessir flottálmar geti skilað svipuðum árangri. Við erum að reyna að finna lausn á flóttamannastraumnum.“ Smábarn í flóttamannabúðum á Lesbos.epa/ORESTIS PANAGIOTOU Amnesty International hefur gagnrýnt áætlunina harðlega og vöruðu við því að tálminn yki hættuna sem hælisleitendur þurfi að mæta á vegferð sinni að auknu öryggi. Þá lýsti Dimitris Vitsas, fyrrverandi ráðherra sem fór með mál innflytjenda í Grikklandi, tálmanum sem „heimskulegri hugmynd“ sem myndi ekki virka sem skyldi. „Sú hugmynd að slík girðing af þessari lengd muni virka er gjörsamlega fáránleg,“ sagði hann. „Hún mun ekki stöðva neinn við að fara yfir hafið.“ Fleiri innflytjendur og flóttafólk hafa komið til Grikklands síðustu ár en nokkurs annars Evrópulands og hafa smyglarar flutt fólk frá ströndum Tyrklands til grískra eyja í miklu mæli. Meira en 44 þúsund einstaklingar eru í flóttamannabúðum á eyjunum en þær eiga aðeins að geta hýst 5.400 einstaklinga. Mannréttindasamtök hafa lýst ástandinu í búðunum sem átakanlegu.
Flóttamenn Grikkland Tengdar fréttir Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28 EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30 Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Sex börn meðal þeirra sem fundust á lífi í flutningavagni í Grikklandi Fólkið fannst í felum um borð í kælivagni við reglubundna athugun nálægt borginni Xanthi. 4. nóvember 2019 21:28
EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. 25. ágúst 2019 13:30
Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. 15. september 2019 10:59