Bandarísk stjórnvöld segja almenningi að ferðast ekki til Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 06:30 Frá flugvellinum í San Fransisco. vísir/Epa Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir. Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Alls eru 213 manns látnir vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýrrar kórónaveiru sem á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Formlegt heiti veirunnar er 2019-nCoV. Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 22 öðrum löndum eða svæði. Öll dauðsföllin eru í Kína, flest í Hubei-héraði þar sem Wuhan er höfuðborgin. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gefið út sams konar viðvörun fyrir ferðalög til Kína og er í gildi í landinu fyrir Írak og Afganistan. Er bandarískum ríkisborgurum sagt að ferðast ekki til Kína vegna veirunnar. Í frétt Guardian segir að yfirlýsing WHO um neyðarástand á heimsvísu sé tilkomin vegna þess hversu hratt veiran hefur breiðst út. Þá hafa smitsjúkdómasérfræðingar ekki enn náð að greina alveg hversu lífshættuleg veiran er og smitandi. WHO telur þó ekki þörf á því enn að takmarka ferðalög fólk og flutninga en fjöldi flugfélaga hefur engu að síður hætt flugferðum til meginlands Kína, þar á meðal British Airways, SAS og Lufthansa. Þá tilkynnti ítalski forsætisráðherrann Giuseppe Conte að öllu flugi á milli Kína og Ítalíu yrði hætt eftir að fyrstu smitin voru staðfest í landinu hjá tveimur kínverskum ferðamönnum. Eru þessar aðgerðir ítalskra stjórnvalda harðari en önnur lönd hafa gripið til. Enn hefur ekkert tilfelli Wuhan greinst hér á landi en Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur sagt að gert sé ráð fyrir að veiran berist hingað til lands. Undirbúningur er samkvæmt viðbragðsáætlunum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Í því felst að leiðbeiningar og áætlanir frá hinum svokallaða SARS-faraldri frá 2002 verða uppfærðar og viðbragðsaðilar upplýstir.
Bandaríkin Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna