Ein af stórstjörnum í Super Bowl á sunnudaginn vill keppa á Ólympíuleikunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 14:00 Tyreek Hill er mögulega fljótasti leikmaður NFL-deildarinnar. Getty/Peter Aiken Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf. NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Tyreek Hill og félagar í Kansas City Chiefs eiga á sunnudagskvöldið möguleika á að vinna fyrsta NFL-titil félagsins í fimmtíu ár. Hinn eldsnöggi Tyreek Hill er einn af lykilmönnum liðsins en það eru fáir fljótari í NFL-deildnini en þessi 25 ára gamli útherji Kansas City Chiefs. Tyreek Hill er svo fljótur að hann er kallaður „Blettatígurinn“ í NFL-heiminum. Það er hins vegar ekki nóg fyrir Tyreek Hill að vinna bara NFL-titilinn á þessu ári því hann vill líka komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Tyreek Hill says he wants to try out for the US Olympic team if he’s healthy after the Super Bowl. This was Cheetah’s speed in HIGH SCHOOL @brgridiron (via @thecheckdown)pic.twitter.com/H6kdk512x9— Bleacher Report (@BleacherReport) January 30, 2020 „Ef ég verð heill eftir tímabilið og hugurinn á réttum stað þá langar mig að vinna mér sæti í Ólympíuliðinu,“ sagði Tyreek Hill í viðtali við David Smith á Pro Football Talk. Tyreek Hill hefur gengið svo langt að skoða hvað hann þurfi að gera til þess að komast með á Ólympíuleikanna. Leikarnir fara fram í Japan 24. júlí til 9. ágúst. Tyreek Hill segist hins vegar þurfa að létta sig ætli hann að keppa á Ólympíuleikunum. Tyreek Hill says he wants to try out for the Olympics https://t.co/6fxSnsoAUV— ProFootballTalk (@ProFootballTalk) January 29, 2020 „Vandamálið er að ég er 88 kíló í núna. Þegar ég var í menntaskóla og hljóp 100 metrana á 9,9 sekúndum þá var ég bara 79 kíló. Ég gæti því þurft að breyta öllu mataræðinu mínu en það hefur hjálpað mér að komast þangað sem ég er í dag,“ sagði Hill. Það eru fáir varnarmenn sem eiga roð í Tyreek Hill á sprettinum og hann er líklegur kandídat í að skora snertimörk í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. Hann býr líka að því að Patrick Mahomes er að kasta á honum boltanum og tengdasonur Mosfellsbæjar á ekki í miklum vandræðum með að kasta langt. Tyreek Hill skoraði 7 snertimörk í 12 leikjum Chiefs í deildarkeppninni en á enn eftir að skora snertimark í úrslitakeppninni.Leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin með upphitun klukkan 22.00. Leikurinn sjálfur hefst síðan klukkan hálf tólf.
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira