Hetja næturinnar hafði verið látin fara átta sinnum á ferlinum: Chiefs og 49ers mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 09:00 Hetja næturinnar, Raheem Mostert, fagnar sigrnum með syni sínum Gunnari, Mostert átti ótrúlegan leik. Getty/Ezra Shaw Það verða Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers sem spila um Ofurskálina í ár en Super Bowl leikurinn fer fram í Miami eftir tæpar tvær vikur. Þetta varð ljóst í nótt eftir að San Francisco 49ers tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni en áður hafði Kansas City Chiefs unnið Ameríkudeildina. San Francisco 49ers var í miklu stuði á heimavelli sínum í 37-20 sigri á Green Bay Packers og þá sérstaklega einn hlaupari liðsins. FINAL: The @49ers are going to the @SuperBowl! #NFLPlayoffs#GoNiners (by @lexus) pic.twitter.com/SPiAW8Ndhk— NFL (@NFL) January 20, 2020 Raheem Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp alls 220 jarda með boltann. Það hefur aðeins einn leikmaður í sögu úrslitakeppni NFL-deildarinnar hlaupið meira með boltann í einum leik og þetta var félagsmet hjá í öllum leikjum. Mostert hafði gengið mjög illa að fá tækifæri fyrir þetta tímabil og í átta skipti höfðu lið látið hann far áður en hann vann sér sæti í æfingaliði 49ers árið 2016. Tækifærin voru hins vegar fá með aðalliðinu þar til á þessu tímabili. Mostert hefur átt góða leiki inn á milli en engan þó eins og þann í nótt. Frammistaða Raheem Mostert í nótt var söguleg og sá til þess að restin að liðinu þurfti ekki að gera mikið. Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo kastaði þannig boltanum aðeins samtals átta sinnum í öllum leiknum. An #NFLPlayoffs performance for the ages! Raheem Mostert's FOURTH TD of the game! #GoNiners@RMos_8Ball : #GBvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/jti8uZSrInpic.twitter.com/TJa1YcTfB5— NFL (@NFL) January 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem San Francisco 49ers kemst í Super Bowl en 49ers hefur síðan ekki unnið NFL-titilinn síðan árið 1995 eða í 25 ár. Kyle Shanahan, þjálfara San Francisco 49ers, hefur á einu ári tekist að breyta liði sem vann aðeins 4 af 16 leikjum sínum í fyrra í lið sem er einum leik frá því að vinna sjötta titilinn í sögu félagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var mikill stuðningsmaður San Francisco 49ers þegar hann var yngri og er frá svæðinu. Rodgers hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á ferlinum á móti 49ers í úrslitakeppni. Packers hefur ekki komist í Super Bowl síðan 2011 og það var fljótlega ljóst að sú bið væri ekki að enda. San Francisco 49ers var komið í 27-0 í fyrri hálfleik þökk sé þremur snertimörkum frá umræddum Raheem Mostert. Raheem Mostert finished with a career-high 220 rushing yards on 29 carries in the @49ers NFC Championship win, reaching 15+ MPH on all 4 TD runs: 36-yard TD: 21.87 MPH 9-yard TD: 18.02 MPH 18-yard TD: 18.16 MPH 22-yard TD: 16.71 MPH#GBvsSF | Powered by @awscloudpic.twitter.com/LgbNC2ifX5— Next Gen Stats (@NextGenStats) January 20, 2020 „Ég vaknaði eins og þetta væri bara hver annar leikur. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem við komust allir í stuð og við héldum bara áfram,“ sagði Raheem Mostert eftir leikinn. Super Bowl leikurinn fer fram 2. febrúar næstkomandi og er að þessu sinni í Miami. The Kansas City Chiefs will play the San Francisco 49ers in the Super Bowl. Incredible matchup! #SBLIVpic.twitter.com/BKo4sYkLVV— FUN88 (@fun88eng) January 20, 2020 NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Það verða Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers sem spila um Ofurskálina í ár en Super Bowl leikurinn fer fram í Miami eftir tæpar tvær vikur. Þetta varð ljóst í nótt eftir að San Francisco 49ers tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni en áður hafði Kansas City Chiefs unnið Ameríkudeildina. San Francisco 49ers var í miklu stuði á heimavelli sínum í 37-20 sigri á Green Bay Packers og þá sérstaklega einn hlaupari liðsins. FINAL: The @49ers are going to the @SuperBowl! #NFLPlayoffs#GoNiners (by @lexus) pic.twitter.com/SPiAW8Ndhk— NFL (@NFL) January 20, 2020 Raheem Mostert skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp alls 220 jarda með boltann. Það hefur aðeins einn leikmaður í sögu úrslitakeppni NFL-deildarinnar hlaupið meira með boltann í einum leik og þetta var félagsmet hjá í öllum leikjum. Mostert hafði gengið mjög illa að fá tækifæri fyrir þetta tímabil og í átta skipti höfðu lið látið hann far áður en hann vann sér sæti í æfingaliði 49ers árið 2016. Tækifærin voru hins vegar fá með aðalliðinu þar til á þessu tímabili. Mostert hefur átt góða leiki inn á milli en engan þó eins og þann í nótt. Frammistaða Raheem Mostert í nótt var söguleg og sá til þess að restin að liðinu þurfti ekki að gera mikið. Leikstjórnandinn Jimmy Garoppolo kastaði þannig boltanum aðeins samtals átta sinnum í öllum leiknum. An #NFLPlayoffs performance for the ages! Raheem Mostert's FOURTH TD of the game! #GoNiners@RMos_8Ball : #GBvsSF on FOX : NFL app // Yahoo Sports app Watch free on mobile: https://t.co/jti8uZSrInpic.twitter.com/TJa1YcTfB5— NFL (@NFL) January 20, 2020 Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem San Francisco 49ers kemst í Super Bowl en 49ers hefur síðan ekki unnið NFL-titilinn síðan árið 1995 eða í 25 ár. Kyle Shanahan, þjálfara San Francisco 49ers, hefur á einu ári tekist að breyta liði sem vann aðeins 4 af 16 leikjum sínum í fyrra í lið sem er einum leik frá því að vinna sjötta titilinn í sögu félagsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, var mikill stuðningsmaður San Francisco 49ers þegar hann var yngri og er frá svæðinu. Rodgers hefur nú tapað öllum þremur leikjum sínum á ferlinum á móti 49ers í úrslitakeppni. Packers hefur ekki komist í Super Bowl síðan 2011 og það var fljótlega ljóst að sú bið væri ekki að enda. San Francisco 49ers var komið í 27-0 í fyrri hálfleik þökk sé þremur snertimörkum frá umræddum Raheem Mostert. Raheem Mostert finished with a career-high 220 rushing yards on 29 carries in the @49ers NFC Championship win, reaching 15+ MPH on all 4 TD runs: 36-yard TD: 21.87 MPH 9-yard TD: 18.02 MPH 18-yard TD: 18.16 MPH 22-yard TD: 16.71 MPH#GBvsSF | Powered by @awscloudpic.twitter.com/LgbNC2ifX5— Next Gen Stats (@NextGenStats) January 20, 2020 „Ég vaknaði eins og þetta væri bara hver annar leikur. Þetta var bara einn af þessum leikjum þar sem við komust allir í stuð og við héldum bara áfram,“ sagði Raheem Mostert eftir leikinn. Super Bowl leikurinn fer fram 2. febrúar næstkomandi og er að þessu sinni í Miami. The Kansas City Chiefs will play the San Francisco 49ers in the Super Bowl. Incredible matchup! #SBLIVpic.twitter.com/BKo4sYkLVV— FUN88 (@fun88eng) January 20, 2020
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Sjá má nokkur ótrúleg snertimörk Chiefs í fréttinni. 19. janúar 2020 23:15