Japanar stofna einnig geimher Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2020 10:30 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan. EPA/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður. Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í morgun að ríkisstjórn hans ætli sér að stofna svokallaðan geimher eins og Bandaríkin. Sú herdeild mun þó ekki há orrustur í geimnum heldur vinna að því að verja Japan gegn hátæknivopnum og tölvuárásum, auk þess að verja gervihnetti og eldflaugar Japan. Samkvæmt frétt Sky News mun herdeildin taka til starfa í apríl og vinna náið með geimher Bandaríkjanna, sem Donald Trump, forseti, stofnaði nýverið. Einungis tuttugu manns munu tilheyra herdeildinni í fyrstu en fleirum verður bætt við þegar líður á árið. Herdeildin á að vera fullmönnuð Abe vísaði til þess að Japan þurfi að verja gervihnetti sína en fregnir hafa borist af því að yfirvöld Kína og Rússlands hafi verið að vinna að leiðum til að gera gervihnetti annarra þjóða óvirka eða jafnvel eyða þeim. Forsætisráðherrann hefur á undanförnum árum unnið að því að auka vægi varnarliðs Japan en samkvæmt stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir seinni heimsstyrjöldina, er varnarliðinu óheimilt að starfa utan landhelgi Japan. Einn liður í því er að auka samstarf Japan við Bandaríkin. Með aukinni getu Norður-Kóreu til árása hafa áhrifamenn í Japan þó kallað eftir því að ríkið byggi upp eigin árásagetu og reiði sig ekki alfarið á Bandaríkin í þeim málum. Japanskir hermenn voru til dæmis sendir til Mið-Austurlanda í byrjun ársins. Sjá einnig: Vilja byggja upp eigin árásagetu Almenningur hefur þó ekki sýnt mikinn áhuga á því að gera breytingar á stjórnarskránni með það að markmiði, samkvæmt frétt Washington Post. Abe ítrekaði einnig í morgun að hann ætlaði sér að reyna að funda með Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og án þeirra skilyrða sem hann hefði sett fram áður.
Bandaríkin Geimurinn Japan Kína Norður-Kórea Rússland Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira