Tom Brady opinn fyrir því að spila með öðru liði en New England Patriots Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 18:00 Það er erfitt að sjá Tom Brady fyrir sér í einhverju öðru en búningi New England Patriots. Getty/Maddie Meyer Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni. NFL Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira
Tom Brady verður væntanlega með lausan samning í mars í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í NFL-deildinni. Brady er ekki á því að hætta og ýjar nú að því að hann gæti samið við annað lið en það sem hann hefur spilað með allan sinn feril. Tom Brady heldur upp á 43 ára afmælið sitt í ágúst og flestir jafnaldrar hans í ameríska fótboltanum eru löngu hættir. Brady virðist hins vegar ekki vera tilbúinn að segja þetta gott þrátt fyrir að hafa unnið allt í boði og það mörgum sinnum. Brady var spurður út í það í útvarpsviðtali hvort að það kæmi til greina hjá honum að spila með öðru liði en New England Patriots á næsta tímabili náist ekki samningar. "I am open-minded about the process. ... Whatever the future may bring, I will embrace it with open arms." - Tom Brady on Westwood One https://t.co/0QZVyv3Ds1— WEEI (@WEEI) January 20, 2020 „Ég mæti í þetta ferli með opnum huga. Ég elska að spila fótbolta og ég vil halda áfram að spila og skila góðu verki. Mér hlakkar til næsta tímabils og þess sem framtíðin mun bjóða upp á. Ég tek því öllum tækifærum fagnandi,“ sagði Tom Brady í útvarpsviðtali á Westwood One radio. Tom Brady varð NFL-meistari í sjötta sinn í fyrra en enginn leikmaður í sögu NFL deildarinnar hefur unnið titilinn jafnoft. Where will Tom Brady be playing next season? https://t.co/cAehiTUUiE— 93.7 The Fan (@937theFan) January 20, 2020 Á laugardaginn var Tom Bardy í Las Vegas til að horfa á UFC 246 og hitti þar á meðal Mark Davis, eiganda Oakland Raiders sem breytist í Las Vegas Raiders frá og með næstu leiktíð. Tom Brady passaði upp á það í síðasta samningi sínum við New England Patriots að hann væri laus allra mála eftir þetta tímabil. Hann jafnar félagsmetið ef hann spilar á sínu 21. tímabili með Patriots en sparkarinn Jason Hanson á það met. Toma Brady og félagar duttu óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir að hafa gefið eftir að lokakafla tímabilsisn. Brady sagðist hafa eytt síðustu vikum að jafna sig eftir tímabilið og með fjölskyldu sinni.
NFL Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Sjá meira