Litla föndurhornið: Velkomin skilti Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 15:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Ég elska að skapa eitthvað úr engu, að taka eitthvað sem kostar ekki krónu og margir myndu eflaust losa sig við og breyta því í eitthvað ótrúlega flott. Þannig var það með þetta verkefni. Ég átti þetta viðarskilti, bæsað og tilbúið, krukkan var ókeypis. Blómin sem þú sérð á lokamyndinni, þau átti ég líka. Ég byrjaði á því að mála krukkuna með kalkmálningu. Ef ég á að vera hreinskilin þá hreinlega dýrka ég þessa kalkmálningu. Hún þornar fljótt og þekur ótrúlega vel. Gleri og akrýl málningu hefur til dæmis aldrei komið vel saman en gler og kalkmálning eru bestu vinir. Ég þurfti að fara þrjár umferðir á krukkuna og þegar allt var orðið vel þurrt þá fór ég með sandpappír á brúnirnar á krukkunni, bara til að elda hana aðeins (bíddu, ekki elda mat eldur láta hlutinn virka eldri en hann er. Á ensku er þetta kallað „distress“ en mig vantar gott íslenskt orð yfir þetta). Ég notaði svo uppáhalds aðferðina mína til að „skrifa“ velkomin á skiltið. Þegar ég er að færa texta yfir á við þá finnst mér best að fara með málningarpennanum mínum yfir útlínurnar, láta svo allt þorna áður en ég klára restina. Ég lagði krukkuna á skiltið, merkti fyrir hvar ég þyrfti að bora og boraði tvö göt fyrir miðju. Ég keypti þennan ótrúlega flotta fléttaðan borða í Tiger, mældi út hvað ég þyrfti mikið og klippti það til. Hann byrjaði strax að losna, trosna upp, þannig að ég setti smá dropa af heitu lími á endana og málið leyst. Ég get svarið það, það er ekkert sem heita límbyssan mín getur ekki leyst. Ég þræddi borðann í gegnum götin, setti smá heitt lím til að halda öllu á réttum stað, vafði borðanum tvisvar sinnum í kringum hálsinn á krukkunni, aftur smá lím og endaði á því að binda slaufu. Svo var bara að finna blóm og setja í krukkuna. Þú þarft ekki að hafa blóm ef þú vilt það ekki, það væri t.d. mjög flott að láta litla seríu, kerti, bara hvað sem þú vilt. Eða eins og ég segi oft, notaðu bara hugmyndaflugið.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira