Staðfesta smit manna á milli Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. janúar 2020 07:01 Heilbrigðisstarfsmenn í borginni Wuhan. AP/Dake Kang Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. Heilbrigðisyfirvöld í landinu hafa nú einnig staðfest smit geti borist frá manni til manns. Nýjasta fórnarlambið var tæplega níræður maður í borginni Wuhan þar sem veikin virðist eiga uppruna sinn en þeir sem smitast fá skæða lungnabólgu. Rúmlega 200 tilfelli hafa nú verið staðfest, flest í Wuhan, sem er ellefu milljón manna borg, en einnig er um tilfelli að ræða í höfuðborginni Beijing og í Shanghæ. Í Wuhan hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn smitast og er einn þeirra í alvarlegu ástandi en hinum er haldið í einangrun. Xi Jinping, forseti Kína, segir það að stöðva útbreiðslu veirunnar og bjarga lífum vera í forgangi hjá yfirvöldum. Nú í vikunni hefst þó áramótahátíð Kínverja og munu hundruð milljónir þeirra leggja land undir fót, samkvæmt frétt Reuters. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna kórónaveirunnar og lækkun hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu, sem rakið er til ótta vegna veirunnar. Hækkun á hlutabréfaverði lyfjafyrirtækja og grímuframleiðenda hefur sömuleiðis verið rakin til veirunnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Fjórði einstaklingurinn hefur nú látist í Kína af völdum kórónaveirunnar sem dreifst hefur um landið síðustu daga. Heilbrigðisyfirvöld í landinu hafa nú einnig staðfest smit geti borist frá manni til manns. Nýjasta fórnarlambið var tæplega níræður maður í borginni Wuhan þar sem veikin virðist eiga uppruna sinn en þeir sem smitast fá skæða lungnabólgu. Rúmlega 200 tilfelli hafa nú verið staðfest, flest í Wuhan, sem er ellefu milljón manna borg, en einnig er um tilfelli að ræða í höfuðborginni Beijing og í Shanghæ. Í Wuhan hafa fimmtán heilbrigðisstarfsmenn smitast og er einn þeirra í alvarlegu ástandi en hinum er haldið í einangrun. Xi Jinping, forseti Kína, segir það að stöðva útbreiðslu veirunnar og bjarga lífum vera í forgangi hjá yfirvöldum. Nú í vikunni hefst þó áramótahátíð Kínverja og munu hundruð milljónir þeirra leggja land undir fót, samkvæmt frétt Reuters. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til neyðarfundar vegna kórónaveirunnar og lækkun hefur verið á hlutabréfamörkuðum í Asíu, sem rakið er til ótta vegna veirunnar. Hækkun á hlutabréfaverði lyfjafyrirtækja og grímuframleiðenda hefur sömuleiðis verið rakin til veirunnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Engin ástæða til að óttast Wuhan-veiruna hér á landi enn sem komið er Fjöldi einstaklinga, sem greinst hefur með hinn dularfulla kórónavírus, þrefaldaðist um helgina og eru 200 tilfelli sögð hafa komið upp í Kína. Sóttvarnarlæknir segir enga ástæðu ennþá til að bregðast sérstaklega við en heilbrigðisþjónustunni hér á landi hafi verið gert viðvart. 20. janúar 2020 19:00
Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30
Wuhan-veiran dreifist hratt Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. 20. janúar 2020 07:09